Skírnir - 01.10.2009, Page 84
338
PÉTUR KNÚTSSON
SKÍRNIR
42). Við getum ef til vill litið framhjá þeirri hringlaga skýringu að
sérnöfn séu heiti, en verra er að öll festan er látin fjúka með niður-
laginu, „o.s.fr.“. Hjá Guðrúnu Kvaran (2005) kemur fram sami
vandinn: nafnorð er „heiti einhvers" (170) en sérnöfn eru „nöfn
[...] sem mönnum, dýrum eða dauðum hlutum hafa verið gefin og
eru sérheiti þeirra“ (162). Þeim Höskuldi og Guðrúnu er þó vor-
kunn, því við lauslega athugun í enskum málvísindaritum hef ég
ekki fundið betri skilgreiningar, enda eru sérnöfn ætíð til vand-
ræða í trjáræktargarði málfræðinnar (sbr. Höskuldur Þráinsson
2005: 44, 216, 455 og víðar).
Hér verður þó eingöngu fjallað um þau flóknu hamskipti sem
sérnöfn verða fyrir þegar þau flakka milli tungumála. I ritgerð
sinni um þýðingar, „Um turna Babel“,5 ræðir Jacques Derrida um
sérstöðu sérnafna bæði í þýðingum og í tungumálum yfirleitt
(Derrida 1985). Þótt erfitt geti verið að henda reiðu á þankagangi
Derrida virðist mér hann segja að þar sem sérnöfn séu einstak-
lingsbundin og hafi ekki almenna skírskotun, þoli þau ekki þýð-
ingu á sama hátt og samnöfn. Enda ljóst að hugtakið „öxi“ sé til í
fleiri en einu tungumáli, en nafnið Skarphéðinn hafi
séríslenska skírskotun: Skarphéðinn flytjist óþýddur yfir á önnur
tungumál þar sem hann skíni í textanum „eins og barmmerki“.6
Derrida tekur undir eitt meginstef þýðingarfræðinnar á 20. öld
með því að árétta að þýðing eigi sér ekki síður stað innan eins
tungumáls, orð öðlist fyrst merkingu þegar þau eru þýdd af les-
andanum. Þýðing sé því það málfræðilega ferli umfram önnur sem
ljær tungumálinu merkingu. Hann veltir því fyrir sér hvort sér-
nöfn séu í reynd hluti af tungumálum yfirhöfuð: nafnið Skarp-
héðinn gæti öðlast hlutdeild í málinu með því að hugtökin skarp-
ur og hédinn (í merkingu „skinnúlpa") væru látin gilda, en um leið
5 Franski titillinn „Des tours de Babel“ er margræður, þýðir ýmist „um turna
Babel“ eða einfaldlega „turnar Babel", eða jafnvel „umsnúningar" eða „óeigin-
leg málanotkun í Babel“; titillinn er einnig borinn fram nákvæmlega eins og
„détour de Babel“, „hjáleið um Babel“ (Derrida 1985: 206). Orðaleikurinn hjá
mér — um turna eða umturna — er daufur skuggi þessarar margræðni.
6 Hann segir á öðrum stað um óþýdda tilvitnun í ritgerð Walters Benjamin: „il l’a
laissé briller comme la médaille d’un nom propre dans son texte“ (Derrida 1985:
221).