Skírnir - 01.10.2009, Page 85
SKÍRNIR
PÝÞAGORAS, RÍSÓMIÐ OG RÚNIRNAR
339
hætti nafnið að vera nafnorð.7 Eins og komið hefur fram, dregur
Charles Lock (1999: 182) í efa tilvist sérnafna sem sérstaks
orðflokks: samkvæmt honum er ótæk sú hugmynd að sérnafn sé
hreint tákn sem hefur ekki aðra merkingu en að vísa til eins tiltek-
ins einstaklings, því alltaf fylgi „merkingarfræðileg aukahleðsla
sem spyrnir á móti yfirfærslu milli tungumála“.8 Það sama má að
sjálfsögðu segja um öll orð, því „merkingarfræðileg aukahleðsla"
Locks er einmitt sá lifandi kjarni tungumálsins sem smýgur undan
krufningatólum málvísindanna, og opinberar hið margumtalaða
tvíeðli allra þýðinga: nauðsyn þeirra og um leið ógerleika. Ef til
vill er hinn raunverulegi mismunur milli sérnafna og samnafna
einmitt sá, að sambandið milli orðs og merkingar, hið óræða eðli
táknsins, birtist hjá sérnöfnum í óvenju skýru ljósi. Ef til vill grill-
ir hér í nothæfa skilgreiningu á eðli sérnafna, skilgreiningu sem
tekur mið af ferðamáta þeirra milli tungumála.
Hið karlmannlega kúrekanafn Bush forseta (en bush merkir
m.a. kjarrlendi, óræktað land) skilar sér ekki í íslenskri setningu.
Tyrkneski forsetinn Abdullah Gul glatar allri sinni mýkt og feg-
urð nema við þýðum nafn hans eftir raunverulegri merkingu:
Guðmundur Rós. Cicero aftur á móti mundi ekki græða á þýð-
ingu, því hann virðist heita Kjúklingabaun. Fyrrum Rússlands-
forseti, Biia/iHMHH IIythh, þolir þó fúslega breytingu í Poutine á
frönsku, enda væri Putin borið fram með svipuðum hætti og
annað franskt orð sem börnum er bannað að segja upphátt.
Hér verður þó sjónum beint fyrst og fremst að germönskum
mannanöfnum, sem fara sínar eigin leiðir og skeyta lítt um hefð-
bundnar reglur, ekki síður en hjá öðrum þjóðum. Enska kon-
ungsins Aðalsteins er minnst á Islandi fyrir hlýhug og gjafmildi í
garð skáldsins og hryðjuverkamannsins Egils Skallagrímssonar.
Nafn þessa konungs á fornensku er Æþelstán. Nú vill svo til, að
þegar samnöfn flakka milli fornensku og norrænu á þennan hátt,
7 Dæmin sem Derrida tilfærir eru orðið pierre, „steinn", og mannsnafnið Pierre
(Derrida 1985: 173, 216). — Merking og uppruni orðsins héðinn eru umdeild, en
það kemur ekki að sök hér.
8 „a semantic excess which resists transference from one language to another"
(Lock 1999: 187).