Skírnir - 01.10.2009, Side 87
SKÍRNIR PÝÞAGORAS, RÍSÓMIÐ OG RÚNIRNAR 341
Reyndar komst töluverður fjöldi fornenskra orða einmitt
orðtökuleiðina inn í norrænu. Sem dæmi má nefna fornenska
orðið bát, sem birtist í norrænu sem bátr en ekki *beitr (ólíkt
stán/'steinn): ættartréð vantar, því á breytist ekki í ei.10 Hefði
Æþelstán hagað sér á sama hátt hefðum við mátt búast við töku-
sérnafni eins og "'Aðilstánn í norrænu. En viti menn, sérnafnatil-
færslur af því tæinu eru einnig algengar. Konungur okkar heitir
fullu nafni Æþelstán Éadwearding í enskum heimildum, en höf-
undur Egils sögu kallar hann Aðalstein hinn mikla Játvarðsson.
Breytingin frá Eadweard í Játvarðr er ekki í samræmi við ættar-
töluferlið, sem hefði leitt til nafnsins Auðvörðr. Þess í stað birtist
fyrri hluti nafnsins, éad, sem ját í íslensku (í handritum iát-), sem
var rökrétt íslensk tilraun til að stafsetja enska framburðinn.
Einnig er samsvörunin milli -weard og -varðr óháð u-stofns upp-
runa orsins (::'war-ðu-) sem gæfi -vörðr á íslensku.* 11 Yfirfærslur af
þessu tæi, sem stjórnast af samtíma hljóðfræðilegum þáttum í stað
málssögulegra, eru algengar, og mun ég víkja aftur að þeim hér á
eftir.
Nú vill svo til að við höfum heimildir fyrir töluverðum fjölda
sérnafna þar sem bæði enska og norræna myndin hafi varðveist,
jafnt mannanafna sem staðanafna. Auk dæma úr enskum og
íslenskum handritum er til fjöldi staðanafna frá austan- og
norðanverðum Bretlandseyjum sem hafa varðveist ýmist í enskri
eða norrænni mynd. Oft er það enska myndin sem birtist í elstu
heimildum, frá fornenska tímabilinu, en í miðenskum heimildum
er algengt að þessi sömu nöfn hafi orðið norræn að hluta eða að
öllu leyti með tilkomu norrænna manna sem tóku upp búsetu á
þessum slóðum. I nútímanum eru þessi staðarnöfn greinilega af
bæði enskum og norrænum uppruna, sum alensk, önnur alnor-
ræn, og enn önnur blönduð. Matthew Townend (2002) notar þessi
10 Ásgeir Blöndal Magnússon (1989: 48) telur að kvenkyns skipsheitið beit sé
„fremur ungt skáldaorð, leitt af so. beita ,sigla skáhallt gegn vindi‘.“
11 Sbr. nöfnin Einvarður, Guðvarður; einnig tökuorðið lávarður, frá síð-forn-
ensku (h)láford, frá hláfweard (= hleifvörður). Hér má einnig benda á ýmis
nöfn Óðins svo sem Hléföðr, Hlæföðr og Hleifruðr, sem eru greinilega af sama
meiði. (Pétur Knútsson 2004: 75-77).