Skírnir - 01.10.2009, Page 88
342
PÉTUR KNÚTSSON
SKÍRNIR
nöfn til að styðja tilgátuna um að enskumælandi og norrænumæl-
andi menn hafi skilið hvorir aðra að mestu leyti á þessum tíma
(sbr. Pétur Knútsson 2008: 271). Townend vísar til hugmynda
Hocketts (1987) um „umskiptareglur" (switching code) og Milli-
ken og Milliken (1993) um „samsvörun mállýskna“ (dialect con-
gruity), en þessar hugmyndir gera ráð fyrir að samskipti milli
mállýskna eða náskyldra tungumála eigi sér að einhverju leyti stað
fyrir tilstuðlan sérstakra kerfisbundinna umskiptareglna, þannig
að sá sem hlustar á mállýsku sem er frábrugðin hans eigin, beiti
ómeðvituðum reglum til að túlka hin ókunnu hljóð (Townend
2002: 44-45). Hugmyndir þessar eru að mörgu leyti þær sömu og
liggja til grundvallar generatífri mállýskufræði, sem gerir ráð fyrir
að kerfisbundnar samsvaranir milli mállýskna endurspegli að
mörgu leyti málsögu viðkomandi afbrigða.
Townend telur að tilvist enskrar og norrænnar útgáfu eins og
sama staðarnafnsins bendi til að norrænir aðkomumenn hafi skilið
merkingu upprunalega nafnsins. I eftirfarandi dæmum er nútíma
nafnið tilgreint fyrst, þá ýmsir leshættir úr enskum miðaldahand-
ritum sem skrá þróunina úr ensku yfir í norrænu, og stundum
aftur í ensku (Townend 2002):
Akefrith: Okesfrith Akefrith Eichefrid (fornenska ác, norr. eik) (70)
Ainsty: Anestig Ainesti Einesti (fornenska án, norr. ein) (71)
Austwick: Estewich Ovstewic Austwich (fornenska éast, norr. austr)
(76)
York: Eoforwic Yeorc (fornenska eofor, norr. jöfur/jór) (76)
Rockcliff: Redeclive Roudecliua (fornenska réad, norr. rauðr) (80)
Hér er greinilega um að ræða samskonar umbreytingar og við
sáum í Æþelstán/Aðalsteinn. En mynstrið Éadweard/Játvarður er
einnig algengt. Townend tilgreinir mörg dæmi þar sem „umskipta-
reglur“ Hocketts virðast óvirkar, greinum ættartrésins hefur slegið
saman og myndast hafa óvæntar tengingar eftir öðrum leiðum.
Hér eru sýnishorn:
Beckwith: (bec wudu), Beckewith (fornenska béc beikitré, norr. bekkr)
(71)
Caldy: Calders, Caldei (fornenska ears rass, botn, norr. ey) (76)