Skírnir - 01.10.2009, Page 89
SKÍRNIR PÝÞAGORAS, RÍSÓMIÐ OG RÚNIRNAR 343
Cottingwith: Cotingwic Coteuid Cotingwith (fornenska wíc vík, norr.
viðr) ((85)
Plungar: Plungar Plumgard (fornenska gár geir , norr. garðr) (77)
Hawkswick: Hochesuuic Houkeswyck (fornenska Hóc mannsnafn Haki,
norr. haukr) (79)
Holtham: (æt holtum) Oldham Oldheim (fornenska þágufallsending
-um, norr. heimr) (84)
Við fyrstu sýn virðist sem gripið sé til óskylds norræns orðs þegar
enska orðið hefur ekki skilist, en þessi skýring nægir ekki. Af
þessum dæmum má sjá að fornenskt wíc verður að viðr í Cotting-
with, en hefur „réttilega" orðið að vík í Hawkswick og Austwick;
einnig breytist wudu „réttilega" í viðr í Bekkwith. Breytingin í
Caldy frá rass í ey kann að vera vegna þess að norræna orðið rass
hafi verið ótækt í merkingunni „botn“; og eins virðist norræna
orðið geir í Plungar ekki hafa gengið sem heiti á landsskika. I
Holtham hefur þágufallið holtum verið endurskilgreint sem holt-
hám/holt-heimr vegna samanfalls áherslulausra sérhljóða. (Breyt-
ingin frá holt í old hefur síðan gengið til baka, e.t.v. undir áhrifum
frá „réttri" stafsetningu.)
Það er því ekki nauðsynlegt að álykta, þegar ættartala orðs hef-
ur rofnað og ný orðmynd er komin í staðinn, að það gerist ávallt
fyrir slysni eða misskilning. Um meðvitaða breytingu virðist á
tíðum vera að ræða, hvort sem er í þýðingum, tökuorðum, eða
innri þróun tungumáls (sbr. Pétur Knútsson 1993: 107-108).
Greinilegt er að nöfn eins og Játvarður og Játgeir séu af þessari
tegund. Enn eitt dæmi er fornenska nafnið Ongenþéow sem birt-
ist í norrænu sem Angantýr frekar en Anganþér. Þessi umskipti
sjást einnig þegar nöfn úr óskyldum málum verða fyrir „þýðingu“
á íslensku. Keltneska konungsnafnið Oswiu virðist endurfæðast
sem Ósvífr (Pétur Knútsson 2002: 155), írska nafnið Toirdelbach
verður að Kerþjálfaðr í Njáls sögu (Helgi Guðmundsson 1997:
202-203; sbr. Pétur Knútsson 2004: 49-50), og alþekkt er Nafla-
jón, útgáfa af Napóleoni sem kemur fyrir í Atómstöðinni.
Ekki er úr vegi að spyrja hvernig eigi að taka á þessum duttl-
ungafullu sérnöfnum frá sjónarhóli þýðingarfræði eða málvísinda
yfirleitt. Eins og komið hefur fram, eru venslin að hluta til mál-