Skírnir - 01.10.2009, Page 90
344
PÉTUR KNÚTSSON
SKÍRNIR
söguleg, að hluta til hljóðfræðileg (en sjaldan kerfisbundið), og
velta einnig á þáttum svo sem skilningi og misskilningi, áhrifum
frá merkingarsviðum orðanna og jafnvel tilhneigingu til orða-
leikja. Ef til vill mætti greina hér útlínur tveggja meginkenninga
um breytingar í tungumálum: annars vegar kvíslmyndunar
(Stammbaumtheorie) hinna svokölluðu nýmálfræðinga á 19. öld,
sem gerir ráð fyrir að einkenni tungumáls þróist og erfist líkt og
ættartala, sem hægt sé að teikna upp sem tré; og hins vegar bylgju-
kenningarinnar svokallaðrar (Wellentheorie) frá svipuðum tíma,
sem gerir ráð fyrir að nýmyndun í tungumálum eigi upptök sín í
afmörkuðum málsvæðum en breiðist út þaðan yfir önnur mál-
svæði eins og hringlaga gárur í vatni þegar hreyft er við yfirborð-
inu.12 Ljóst er að báðar þessar hugmyndir hafa ýmislegt til síns
máls, þótt það hljóti að teljast svolítið vandræðalegt að þurfa að
styðjast við tvær gjörólíkar kenningar í einu þegar skýra skal frá
uppruna orða; það skortir fræðilega umgjörð sem nær utan um öll
þessi ferli á einum vettvangi. Þessi vandi er einkanlega skýr þegar
bæði ferli sameinast í einu orði, eins og t.d. enska konungsnafninu
Éadgár, sem birtist í íslensku sem Játgeir. Það er varla viðunandi
framsetning að beita einni greiningaraðferð við fyrri hluta orðsins
(éad/ját er hljóðfræðileg breyting, sem mætti líkja við bylgju-
hreyfingu út frá áhrifspunkti) þegar seinni hluti orðsins virðist
fylgja ættartölumynstrinu (gár og geir hafa bæði þróast úr forn-
germönsku *gaizaz). Reyndar er þessi vandi viðvarandi í sögu-
legri málfræði, þar sem það virðist vera undir hælinn lagt hvort til-
tekið orð hafi þróast línulega í einangruðum „hreinum" ættlegg,
eða kastast til milli greina.
Kastast orð til milli greina? Það er einkennilegt hvernig mynd-
mál trésins virðist okkur eðlilegt í þessari orðræðu, og reyndar
varhugavert, það er ekki laust við að myndin hafi orðið að raun-
veruleika í huga okkar, þannig að útlínur upprunalegu fyrirbær-
anna — sem eru vissulega ekki í laginu eins og tré — verði ósýni-
leg. Svo rammt kveður að þessu að jafnvel í þeim mörgu tilvikum
12 „Trjástofnskenningin" er oft kennd við August Schleicher (1868), en „bylgju-
kenningin" var sett fram af Johannes Schmidt (1872).