Skírnir - 01.10.2009, Blaðsíða 92
346
PÉTUR KNÚTSSON
SKÍRNIR
Deleuze og Guattari virðast fjalla annað veifið um rísómið eins
og það væri jafngilt trénu, eins og báðar myndhverfingar falli
saman í eitt og nái í sameiningu að skilgreina fyrirbærin. T.d. segja
þeir: „Það eru til trjálaga hnútar í rísómunum og rísómískar spír-
ur í rótunum. Reyndar eru einræðislegar (despotiques) rásóttar
tengingar eðlilegar í rísómum, og í hinni yfirskilvitlegu byggingu
trjáa koma fyrir stjórnlausar afmyndanir, loftrætur og neðanjarðar-
strengir. Það sem máli skiptir er að rótartréð og rásar-rísómið eru
ekki andstæð líkön“ (Deleuze og Guattari 1980: 30-31).14 En þetta
er ekki meginhugsun þeirra. Ljóst er af ritgerðinni „Rísóm" í
heild, og af ritinu Mille plateaux sem heild,15 að höfundar sjá rís-
ómið sem frumformið: það er innan ramma rísómsins sem
skammæ brot af trénu kvikna í sífellu eins og daufir drættir trosn-
aðs vefnaðar, en hverfa jafnóðum. Glíman við að skilgreina fyrir-
bæri tungumálsins sem tvígreint stigveldiskerfi heppnast á köfl-
stað segja þeir að það séu „engir punktar eða stöður í rísóminu,... aðeins línur“
(Deleuze og Guattari 2002: 24), og virðast þessar hugsanir stangast á. En fyrir
Delueze og Guattari er ónákvæmni (eða réttara sagt „nákvæmnisleysi", anex-
actitude\ sem er ekki það sama og inexactitude) nauðsynlegur þáttur í afstöðu
þeirra: „Við þurfum nauðsynlega á nákvæmnislausum táknum að halda til þess
að nefna eitthvað á nákvæman hátt. Alls ekki vegna þess að þá leið verði að
reyna og alls ekki vegna þess að maður kemst aðeins áfram með [ónákvæmum]
nálgunum. Nákvæmnisleysið er á engan hátt [ónákvæm] nálgun; þvert á móti
er það hin nákvæma leið þess sem gerist.“ (Deleuze og Guattari 2002: 48-49).
— Orðið nálgun, sem þýðandinn notar hér þar sem franski textinn hefur ap-
proximation, er í sjálfu sér dálítið ,ónákvæm‘ þýðing, og því hef ég bætt við
,ónákvæm(um)‘ — „il faut absolument des expressions anexactes pour désigner
quelque chose exactement. Et pas du tout parce qu’il faudrait passer par lá, et
pas du tout parce qu’on ne pourrait procéder que par approximations : l’anex-
actitude n’est nullement une approximation, c’est au contraire le passage exact
de ce qui se fait“ (Deleuze og Guattari 1980: 31).
14 Þýðing mín hér er byggð á þýðingu Hjörleifs Finnsonar, með breytingum. —
„II y a des nœuds d’arborescence dans les rhizomes, des poussées rhizomati-
ques dans les racines. Bien plus, il y a des formations despotiques, d’immanence
et de canalisation, propres aux rhizomes. II y a des déformations anarchiques
dans le systéme transcendant des arbres, racines aériennes et tiges souterraines.
Ce qui compte, c’est que l’arbre-racine et le rhizome-canal ne s’opposent pas
comme deux modéles.“
15 T.d. í 4. kafla, „Postulats de la linguistique“ eða Staðhæfingar málvísindanna,
þar sem höfundar gera miskunnarlausa atlögu að generatífri málfræði eins og
hún birtist á 8. áratugnum.