Skírnir - 01.10.2009, Page 93
SKÍRNIR
PÝÞAGORAS, RÍSÓMIÐ OG RÚNIRNAR
347
um, í málfræði jafnt sem í málsögu, en fráleitt er að gera sér í
alvöru vonir um að endanleg skilgreining á öllum þáttum mann-
legra tungumála geti byggst á slíku kerfi. Kvíslar eins og við sáum
á bls. 10, þar sem stainaz greinist í stán og steinn, birtast í
hyllingum í hvert sinn sem orðin stán og steinn kallast á, í þýðing-
um, í orðabókum, í fræðiritum; og veikari kvíslmyndir kvikna
stundarkorn þegar við lesum Æþelstán sem Aðalsteinn. En heild-
artengingar vantar, og óljós brotin dofna um leið, því „hugsunin
er ekki greinótt eða trélaga og heilinn er hvorki rótgróið né kvísl-
ótt efni“ (Deleuze og Guattari 1980: 38).16 Þegar Deleuze og
Guattari tala um „hina greinóttu trjámenningu" (37) sem megin-
stef vestrænnar hugsunar eiga þeir t.d. við, að þegar útlínur stig-
veldisins koma í ljós vaknar tilhneiging til að nota þær sem grund-
völl frekari raka og smíða raunveruleika sem engin stoð er fyrir.
Nú er síður en svo að ég telji rísómið allsherjarlausn á þessum
vanda. Ljóst er að það tekur mið af sama líffræðilega myndheimi
og tréð: rísómið er fyrst og fremst and-tré, og nær því ekki að
sprengja hugtakarammann. Reyndar hef ég á öðrum stað (Pétur
Knútsson 2004) gert tilraun til að móta allt aðra lausn; en velþekkt
hugmynd þeirra Deleuze og Guattari er prýðilegt tæki til að draga
fram óhæfi ríkjandi fræðilegrar orðræðu um eðli tungumála —
ekki sist þegar ferðast skal um hið stórbrotna landslag tilviljana.
Þetta ber að hafa í huga nú þegar við leggjum upp í næsta áfanga á
vegferð okkar til Pýþagorasar.
Samkvæmt Jóni Helgasyni (1967: 158) benti Guðbrandur Vig-
fússon fyrstur manna á að örnefnið Harvaðafjöll í Hlöðskviðu
mætti túlka sem fjallaklasann mikla Karpates (á pólsku Karpaty),
sem gengur í sveig frá Póllandi suður í Rúmeníu. I Hervarar sögu
segir frá því er þrælar Heiðreks konungs gerðu uppreisn, drápu
konung og höfðu á brott með sér sverðið Tyrfing. Sonur Heið-
reks, Angantýr, leitar hefnda: hann kemur að þegar fiskimenn þrír
veiða geddu við ána Grafá og sneiða af henni hausinn með sverði.
Þá mælir einn fiskimannanna:
16 „La pensée n’est pas arborescente, et le cerveau n’est pas une matiére enracinée
ni ramifiée." (Deleuze og Guattari 1980: 24).