Skírnir - 01.10.2009, Page 95
SKÍRNIR PÝÞAGORAS, RÍSÓMIÐ OG RÚNIRNAR 349
hljóti hún að vera tilviljun. Röktengslin eru trélaga — e.t.v. gætum
við kallað þau trénub.
Rifjum upp að þótt Eoforwíc sé sama nafn og Jórvík er ekki
þar með sagt að borgin hafi einu sinni átt forngermanskt nafn.
Samsvörunin er, eins og við höfum séð, hliðarfærsla sem gerist
löngu eftir að hið forngermanska *eburaz var horfið.19 Tvítyngd
örnefni eru algeng í Evrópu og vafalaust víðar, oft í formi hálf-
kerfisbundinna samsvarana með orðsifjafræðilegu ívafi. I Finn-
landi er urmull nafna eins og Porvoo/Borgá, en finnska og sænska
hafa enga sameiginlega formóður. Tékkneska borgin Karlovy
Vary heitir öðru nafni Karlsbad; hér hefur greinilega orðið hliðar-
breyting eins og í dæmum hjá Townend hér að ofan, því tékk-
neska nafnið virðist samsvara betur nafninu Karlsberg eða -borg.
Þessar samsvaranir eru alls ekki merki um óheyrilegan aldur.
Eins og lesendum er e.t.v. löngu orðið ljóst, hefði Jón Helga-
son vafalaust fundið sams konar ótrúleikabrag á tengslunum milli
fuþark og Pýþagoras, enda eru þau eins og milli Harvaðafjöll og
Karpates. Þetta sést betur ef við höfum grísku myndina af
Karpates, Karpaþía, því nú birtist sama orðsifjafræðilega óná-
kvæmnin — eða öllu heldur nákvæmnisleysið — og kemur fyrir
hj ífuþark og Pýþagoras: grískt þeta og germanskt þorn kallast á.
Fetum við nú refilstigu tilviljana, eða getum við fundið einhverja
trélaga greiningu á þessu öllu saman? Víst er, að nákvæm kort-
lagning tilviljana verður ekki gerð nema öllum mögulegum
orsakatengingum séu gerð viðunandi skil, og það höfum við ekki
gert ennþá. Við höfum séð að fjarlægðin í tíma er ekki tiltökumál:
við erum ekki að tala um tíma áður en gríska og germanska klufu
sig frá indóevrópsku (raunveruleika trésins) heldur tíma þar sem
grískumælandi og germönskumælandi menn höfðu það náið sam-
neyti að hálfkerfisbundnar samskiptareglur Hocketts hefðu getað
orðið til milli tungumálanna, eða meðvitaðar breytingar og
orðaleikir. Við þurfum ekki að leita langt til að finna líklegan stað
19 Fornenska nafnið Eoforwíc virðist vera hljóðlíking frá keltnesku nafni sem
endurspeglast í nafninu sem Rómverjar gáfu borginni, Eburacum.