Skírnir - 01.10.2009, Side 96
350
PÉTUR KNÚTSSON
SKÍRNIR
og tíma: það gerist á 4. öld hjá Gotum í ríki Jörmunreks suður í
Dakíu, einmitt á þeim tíma sem sagt er frá í Hervarar sögu (enda
ber að geta þess að líkindi milli nafna Jörmunreks, sem birtist á
latínu sem (H)ermanricus, og Heiðreks, konungsins sem var veg-
inn undir Harvaðafjöllum, er af svipuðum toga og Eadgar og
Játgeir eða Ongenþéow og Angantýr.20
í gotneskum heimildum frá þeim tíma virðist þó ekki hægt að
finna dæmi um sérnöfn sem benda til germönsku hljóðfærslunnar
á sama hátt og hjá Karpates/Harvaðafjöll eða Pýþagoras/fuþark. I
þeim fjölda austur-gotneskra mannsnafna sem hafa varðveist
ýmist í latneskri eða grískri mynd, sem Ferdinand Wrede (1891)
skráir frá 4. til 7. aldar, er ávallt um hljóðfræðilega færslu að
ræða.21 í gotneskri biblíuþýðingu Wulfila frá þessum tíma eru sér-
nöfnin í gríska textanum nær öll þýdd eftir hljóðum sínum. Með
öðrum orðum: Wulfila meðhöndlar grísk-hebresk sérnöfn Nýja
testamentisins á svipaðan hátt og gert er í seinni tíma biblíu-
þýðingum, þannig að þau taka á sig þann sama alþjóðablæ sem við
þekkjum í dag; enda varla við öðru að búast. ’laxcbþ og IIÉTQog,
á latínu Iacob og Petrus, skila sér hjá Wulfila sem Iakob og
Paitrus, k ogp breytast ekki í h og/. Að vísu gerist það hér og þar
að p birtast sem / sem er að formi til sama breytingin og germ-
anska hljóðfærslan, t.d. í orðunum Kafarnaum (lat. Capernaum);
en hér virðist heldur vera um hljóðlíkingu frá grísku (þ að ræða
(Kacjtagvaou). Á sama hátt birtist grískt 0 ávallt sem þ, eins og
þegar hefur komið fram. I gotnesku kemur einnig fyrir lýsingar-
orðið kreks ,grískur‘ þar sem breytingin úr gík hjómar eins og
germanska hljóðfærslan. Það sama gerist í fornensku: crécas,
,grískir‘. Hér kann að vera um að ræða einhverja breytingu í átt
20 Líkindum milli jörmun eða (h)erm- annars vegar og heið- hins má lýsa sem
hverfandi (og þó ákveðinni) hljóðfræðilegri samsvörun. Eg hef kallað þessa teg-
und af samsvörun eftirlíkingu (1984) eða quasi-cognation (2004: 73-77 og
221-223), og greint hana sem „coherent partial non-systematic [interference]"
(221). — „The interesting point however is that the new form frequently bears
a clear formal resemblance to the source, often beginning with the same or a
similar consonant, perhaps with a similar vowel and a syllabic structure which
echoes the original" (2004: 73).
21 Ég þakka Magnúsi Snædal þessa vísbendingu.