Skírnir - 01.10.2009, Síða 97
SKÍRNIR PÝÞAGORAS, RÍSÓMIÐ OG RIJNIRNAR 351
við samskiptareglur Hocketts, þar sem latneskt g samsvarar ger-
mönsku k, en ekki er þessi breyting gegnumfærð, og líklega koma
aðrir analógískir þættir hér við sögu.
Wulfila er ávallt kallaður Ulfilas í latneskum textum, þ.e. með
hljóðfræðilegri frekar en málsögulegri breytingu, en sjálft nafnið
Wulfila samsvarar latneska orðinu vulpecula, ,lítill refur'.22 Latn-
eska orðið vulpes, ,refur‘, er samstofna *wulfaz (úlfur) á ger-
mönsku. Dæmi eru um það að fornenska nafnið Wulf sé þýtt sem
Lupus (úlfur) á latínu.23 Gera má þó ráð fyrir að á síðlatínutímum
hafi orðið vulpes getað tengst úlfshugtakinu, t.d. vegna áhrifa frá
germönsku *wulfaz eða slavneskum málum (fornkirkjuslavneskt
vluku, pólskt wilk), og orðið vulpecula verið notað í merkingunni
,lítill úlfur', þ.e. refur. Hjá Jóhannesi Heveliusi, pólskum stjarn-
fræðingi á 16. öld, er greinilegt að orðið vulpecula merkir ,refur‘
en ekki ,smárefur‘; hann býr til nafnið Vulpecula cum anser fyrir
stjörnuþyrpingu sem við þekkjum nú sem Vulpecula, en myndin
í bók hans er ekki af neinum smáref heldur fullvaxta ref sem held-
ur heilli gæs í kjaftinum (Hevelius 1690) — enda ber hið algenga
enska kráarnafn The Fox and Goose vitni um ævagamalt þjóð-
sagnaminni. Því kemur vel til greina að Wulfila sjálfur, sem bjó í
samfélagi þar sem gotneska, latneska og gríska voru jafngjaldgeng,
liti á nafn sitt sem gotneska útgáfu af nafninu Vulpecula í merk-
ingunni ,lítill úlfur' — þ.e. refur — frekar en ,lítill refur‘.
Nú mun kominn tími til að snúa sér aftur að Pýþagorasi og
skuggamynd hans í rúnunum; nú, mætti líka segja, með orðum
Gunnars Karlssonar, „mun kominn tími til að snúa sér að því að
kanna hvað við eigum við nákvæmlega með orðinu tilviljun“
(Gunnar Karlsson 2007: 440). Það að nafnið Pýþagoras megi lesa
úr stafaröðinni fuþark er, eins og við höfum séð, jafn óumdeilan-
legt og samsvörunin milli Harvaðafjalla og Karpates; og því má
spyrja: Hvaðan kemur þessi vantrú sem læðist að okkur, hvers
22 Þessi samsvörun gerir ráð fyrir millimynd í líkingu við "'Wulfihula.
23 Sbr, Sermo lupi ad anglos, predikun Wulfstáns. Lupus og vulpes eru uppruna-
lega samstofna víxlmyndir (ie. *wlp og F’lup-)