Skírnir - 01.10.2009, Síða 99
SKÍRNIR PÝÞAGORAS, RÍSÓMIÐ OG RÚNIRNAR 353
Nú vitum við ekki hvort Wulfila hafi þekkt rúnastafrófið
fuþark; en hann var bókamaður, með gotnesku, grísku, latínu og
vafalítið fleiri tungumál á takteinum. Og hafi hann þekkt rúnirn-
ar, geri ég mér góðar vonir um að hann hafi tekið eftir Pýþagorasi
í þeim. Raunveruleiki textans er skilningur lesandans á hverjum
tíma, hvort sem hann er leikmaður eða lærður, grúskari eða fíló-
lóg. Málsöguleg, bókmenntaleg og menningarleg framvinda
tungumáls ræðst af aðkomu notenda þess. Einu gildir hvort það
sem lesandi finnur í textanum sé þar tilkomið að hætti trés eða rís-
óms: það á sér þar lögheimili.
Heimildir
Antonsen, Elmer H. 1975. A concise grammar of the older runic inscriptions.
Ttibingen: Max Niemeyer Verlag.
Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. íslensk orðsifjabók. Reykjavík: Orðabók
Háskólans.
Deleuze, Gilles og Guattari, Félix. 1980. Mille plateaux (Captalism et schizophré-
nie 2). Paris: Les Editions de Minuit.
Deleuze, Gilles og Guattari, Félix. 2002. Rísóm. Heimspeki verðandinnar: Rísóm,
sifjar og innrœtt siðfrœbi (bls. 15-58). Ritstj. Geir Svansson. Hjörleifur
Finnson þýddi. Reykjavík: ReykjavíkurAkademían.
Derrida, Jacques. 1985. Des tours de Babel. Difference in translation (bls. 165-207,
á ensku, og 209-248, á frönsku). Ritstj. J.F. Graham. Ithaca og London:
Cornell University Press.
Einar Pálsson. 1993. The sacred triangle ofpagan Iceland. Reykjavík: Mímir.
Einar Pálsson. 1994. Evil and the earth. The symholic background of Mörðr Val-
garðsson in Njáls saga: A study in medieval allegory. Reykjavík: Mímir.
Einar Pálsson. 1998. Allegory in Njáls saga and its basis in Pythagorian thought.
Reykjavík: Mímir.
Finnur Jónsson. 1916. Den norsk-islandske skjaldedigtning, B II. Kaupmannahöfn
og Kristiania: Gyldendal.
Geir Svansson (ritstj.). 2002. Heimspeki verðandinnar: Rísóm, sifjar og innrcett
siðfrceði. Reykjavík: ReykjavíkurAkademían.
Guðbrandur Vigfússon og E.York Powel. 1883. Corpus poeticum boreale, I.
Oxford: Clarendon Press.
Guðrún Kvaran. 2005. Orð: Handbók um beygingar og orðmyndunarfræði.
Islensk tunga, 2. Reykjavík: Almenna bókaforlagið.
Gunnar Harðarson. 1993. Latneska málfræðihefðin á miðöldum. Islenskt mál, 15,
141-157.
Gunnar Karlsson. 2007. Tilviljunin, besti vinur fornfræðingsins. Skírnir, 181,
432-449.