Skírnir - 01.10.2009, Page 109
SKÍRNIR
í LJÓSASKIPTUM MINNINGANNA
363
tilraun til að splundra „samsetningunni“ og raska hugmyndum
um orsakasamhengi, jafnvel skapa ójafnvægi í sjálfu boðskipta-
ferlinu. Hér er Durante undir áhrifum frá fræðimönnum á borð
við Judith Butler (1990) en hún hefur einmitt bent á að sjálfsveran
sé ekki fyrirframgefin stærð sem móti hugsun og hegðun heldur
verði hún til í verki, sjálfið sé framkvæmdin „að vera maður sjálf-
ur“. Butler kýs þess vegna að tala um kyngervi frekar en kynferði,
svo dæmi sé nefnt, til að leggja áherslu á að kynverund sé ekki að
öllu leyti meðfædd. I Gudsgjafaþulu er sjálfsveran gjarnan sett
fram sem röð aðgerða og hlutverka sem fólk bregður sér í. Hér má
t.d. nefna að verkalýðsleiðtoginn og formaður kommúnista-
flokksins á Djúpvík birtist lesendum einnig sem forstjóri bæjarút-
gerðarinnar og síldarverksmiðjunnar; þá er hann alþingismaður,
hreppsnefndarmaður og sýslunefndarmaður. Enda eiga persónur
bókarinnar í linnulausum vandræðum þegar reynt er að eiga í
samskiptum við þennan ágæta mann þar sem aldrei er ljóst í hvaða
gervi hann er á hverjum tíma. Þannig stælir og afbyggir Halldór
hugmyndir um samfellu í persónusköpun og bendir jafnfamt á að
samband persóna við samfélagið sé oft og tíðum óstöðugra en
virðist í fyrstu (Halldór Laxness 1972: 118 og 155). I þessu sam-
hengi vekur hugtakið sem Durante notar til að lýsa persónu-
gerðinni sem tekur við af þeirri samsettu athygli, en hann vísar til
hugmyndarinnar um „dulargervi". I raun notar hann hugtakið í
fleirtölu, sjálfið er eins konar samansafn dulargerva sem að end-
ingu er afhjúpað sem innantómt, en þeirri niðurstöðu svipar til
kenninga Butler (Durante 2001: 7).7 Þegar allt kemur til alls reyn-
ist einstaklinginn skorta þann kjarna sem skapar sjálfinu örugga
7 Hugmyndir þessar hafa einnig gert vart við sig í póstmódernískum sjálfsævisög-
um, líkt og Gunnþórunn Guðmundsdóttir (2003: 123) hefur bent á, en í slíkum
verkum er boðið upp á „nýtt samband við fortíðina. Með því að umbylta
tímaröð, vanrækja dagsetningar og smáatriði, verður mögulegt að fjalla á skap-
andi hátt um efni eins og sjálf, minni, skriftir og kyn [...] Textar af þessu tagi
þykjast ekki vera endanleg niðurstaða, heldur vekja athygli á því að það eru
ávallt til aðrir möguleikar." Þessi lýsing á prýðilega við Guðsgjafaþulu og sjálfs-
ævisögurnar sem fylgdu í kjölfarið.