Skírnir - 01.10.2009, Page 111
SKÍRNIR í LJÓSASKIPTUM MINNINGANNA 365
Leingi þóttist ég óhultur um að þeir fimm kapítular sem nú voru lesnir
(Vormorgunn í Kaupmannahöfn osfrv) mundu aldrei verða annað en það
sem þeim var ætlað í upphafi fyrir mart laungu: afþreyíngarlesmál í
sunnudagsblaði sem birti eftir mig smávegis dótarí snemma á mínum
utanvistarárum [...] Þegar Vordegi í Kaupmannahöfn var lokið taldi ég
mig að eilífu kvittan þessu meiníngarlausa ævintýri og mundi þar aldrei
verða neinu við að bæta af minni hálfu. (Halldór Laxness 1972: 65-67)
Þessi áform breytast ekki fyrr en síðar, eða eins og sögumaður
segir sjálfur: „Mín bók sem hér saman stendur hefði aldrei orðið
nein, hefði ég ekki óvart rekist á þetta kallorð, ,fall norðurlands-
stofnsins' [...]“ (Halldór Laxness 1972: 184) en þar vísar hann til
kreppu í síldarútvegi á millistríðsárunum þar sem Islandsbersi
kemur að sjálfsögðu við sögu. A þennan hátt blandast vangavelt-
ur sögumanns um „höfundarhlutverk" hans efasemdum um hæfi-
leika hans til að skila af sér fullbúnu verki, og þótt hann „stýri"
framvindunni að einhverju leyti virðist hún, og tilvist verksins, til-
viljunum undirorpin.
Smíð ævisögunnar reynist sögumanni með öðrum orðum vand-
kvæðum bundin, og þar liggur fleira að baki en „dulargervi“ Bersa.
Sögumann skortir þekkingu bæði á sögusviði sínu og sögupersónum
og kallar því fram á sviðið fjölmargar heimildir til að styðja full-
yrðingar sínar og endurminningar, fylla eyðurnar í eigin frásögn.
Sögumanni reynist þannig nauðsynlegt að treysta á aðra „sögu-
menn“ og aðra höfunda en sjálfan sig í framrás verksins, en meðal
mikilvægra stoðrita og hliðartexta sem notast er við má nefna þýskt
fræðirit um matarvenjur Islendinga, Die klassische Nationalkost der
Islaender durch ein Jahrtausend. Eine nahrungswissenschaftliche
Studie eftir prófessor S.G. Joensen (gefið út af Universitaetes-
Bucherei í Göttingen); Síldarsaga mín, ævisögulegt fræðirit íslenskt
um fiskveiðar fyrir ströndum landsins eftir Egil D. Grímsson (gefið
út af Grákolluútgáfunni í Reykjavík); símskeyti til og frá félagssam-
tökum á landsbyggðinni; útvarpsfréttir og fjölmargar blaðagreinar
úr Norðurhjaranum, sumarblaði verkalýðshreyfingarinnar á Djúp-
vík, en á tímabili verður sögumaður einmitt ritstjóri þess. Þetta eru
þeir „heimildarmenn" og „rit“ sem Halldór upplýsti í eftirmálanum
að ættu sér litla sem enga stoð í veruleikanum.