Skírnir - 01.10.2009, Page 116
370
BJÖRN ÞÓR VILHJÁLMSSON
SKÍRNIR
Vangaveltur Halldórs um frásagnarhátt birtast skýrt í umfjöll-
un hans í „Persónulegum minnisgreinum“ um Plús Ex, boðflennu
sem birtist „líkt og gluggagægir hvar sem gripið er ofaní skáld-
sögu“ (Halldór Laxness 1965: 73), og virðist, þrátt fyrir óglöggt
vegabréf, eiga ýmislegt sammerkt með söguhöfundinum svo-
kallaða. Sumum kann að þykja rétt að kenna Plús Ex alfarið við
sögumannshugtakið, og sjálfur kennir Halldór það á víxl við
sögumann og höfund. Þar sem ekki er aðeins átt við frásagnar-
tækni (t.d. fyrstu persónu frásögn eða alvitran sögumann) heldur
þá vitund sem sviðsetur frásögnina í heild, mótar stílbrigði og
áherslur, og skapar samfellu eða misræmi með íhlutun sinni í sjálfa
formgerð textans, er strangt til tekið best að notast við söguhöf-
undarhugtakið. En þar sem Halldór notar hugtökin á víxl, og
þegar tillit er tekið til þess að sögumaður er mikilvægasta birting-
armynd söguhöfundar og sú sem Halldór virðist að sumu leyti
mest andsnúinn, er e.t.v. rétt að gera ekki of afdráttarlausan grein-
armun hér á.12 Mikilvægt er í þessu sambandi að huga að nokkr-
um þáttum sem skilja milli fyrstu og þriðju persónu frásagnar
þegar að Plús Ex kemur.
I hefðbundinni fyrstu persónu frásögn líkt og finna má í
Atómstöðinni fellur Plús Ex (að'mestu) saman við sögumannshug-
takið með svipuðum hætti og í þriðju persónu frásögn, nema að
hér er „vegabréf" þess er heldur um stjórnartaumana og mælir í
frásögninni skýrt og löglega útgefið. Hægt er að rekja frásagnar-
röddina til ákveðinnar persónu innan skáldheimsins, en það er
ekki hægt að gera í þriðju persónu frásögn þar sem lesendur sam-
þykkja að sögumaður hafi orðið vitni að atburðum sem lýst er
þótt sá sem mælir sé strangt til tekið „ekki til“ sem persóna. Þetta
er mikilvægt vegna þess að myndmálið sem Halldór notar til að
lýsa Plús Ex (gluggagægir, boðflenna, sýningastjóri) vísar til nær-
veru einhvers sem erfitt er að réttlæta á forsendum frásagnarinnar
sjálfrar. Samkvæmt lýsingu Halldórs á Plús Ex mætti ætla að
fyrstu persónu frásögn hefði ákveðna kosti fram yfir þriðju pers-
ónu frásögn en vandamálið sem þá blasir við er að sögumaður,
12 Frekari umfjöllun um söguhöfund má finna í Booth 1961: 71-76 og 211-221.