Skírnir - 01.10.2009, Page 117
SKÍRNIR í LJÓSASKIPTUM MINNINGANNA 371
jafnvel þótt hann sé þátttakandi í atburðunum, mælir jafnan frá
stað sem er óskilgreinanlegur í tíma og rúmi.13 Hvaðan talar Ugla
þegar hún segir okkur sögu sína í Atómstöðinnil Hvenær segir
hún söguna? Það að ekki sé hægt að skýra viðveru Plús Ex þar sem
hann birtist í líki sögumanns á forsendum frásagnarinnar sjálfrar á
því við um bæði þriðju persónu frásögn þar sem ópersónuleg vit-
und ákveður hvað skuli gaumgæfa og fyrstu persónu frásögn þar
sem sögupersóna virðist lýsa reynslu sinni í þátíð.
í Kristnihaldi undir Jökli reynir Halldór hins vegar að brjóta
sér leið út úr hinu óstaðbundna rými þaðan sem frásögnin sprett-
ur með því að sviðsetja sjálfa tilurð verksins: „Nú verður dregið
saman og ritstýrt um sinn, reynt að leysa sundur samtalsformið á
spólunni ... talinu verður nú snúið í óbeina ræðu eftir atvikum
..." (Halldór Laxness 1992: 109), segir sögumaður og ávarpar les-
anda beint ásamt því að staðsetja söguna nokkuð nákvæmlega í
tíma og rúmi. „Stað-festing“ sem þessi á tilverustað sem líkist nú-
tíð sögumanns er endurtekin með reglulegu millibili þar sem
Umbi birtist lesendum að „skrá“ frásögnina nánast jafnóðum og
henni vindur fram.14 Með því að setja vanda sögumanns við sam-
setningu skýrslunnar í miðju frásagnarinnar og sviðsetja á með-
vitaðan hátt ritun hennar tekst Halldóri að skapa rými innan sög-
unnar sem tengja má frásagnarröddinni, hann útskýrir hvaðan
mælt er í sögunni á forsendum sögunnar sjálfrar.15 Þetta gerir
hann með því að skapa samsvörun milli frásagnar og ritunar:
„Umboðsmaður hefur varið nokkrum klukkutímum til undir-
búníngs skýrslu: raðað minnispúnktum, merkt plastspólur,
hripað athugasemdir og skýríngar" (Halldór Laxness 1992: 124),
og þótt um blekkingu sé að ræða — blekkingu sem er afhjúpuð
rækilega — skilur þessi frásagnaraðferð Kristnihald undir Jökli frá
13 Rétt er að taka fram að þótt tiltölulega sjaldgæft sé að það sé fjallað um „nútíð“
sögumanns í fyrstu persónu frásögn eru að sjálfsögðu á því fjölmargar undan-
tekningar.
14 Halldór Laxness 1992: 28, 43, 71, 109, 124, 133, 139, 184, 189, 231, 272, 283 og
286.
15 Um sambærilega hluti hefur Brenkman (2005) fjallað og vísa ég til hans
varðandi frekari umfjöllun um frásagnarfræði og óstaðbundin rými.