Skírnir - 01.10.2009, Page 127
SKÍRNIR
FRÁ KVENNAMÁLI TIL EILÍFÐARMÁLS
381
um dæmum en kunnu þó ekki skýringu á því hvers vegna túlkan-
ir sem andmæla því að leikritið snerti málefni kvenna spretta ekki
fram fyrr en á seinni hluta 20. aldar. Til þess að varpa einhverju
ljósi á þá spurningu verður greind þróun íslenskra leikdóma Brúðn-
heimilis frá því að leikritið var fyrst sett á svið hér árið 1905. Sýnt
verður fram á að ókynbundnar túlkanir, hliðstæðar þeim sem
bandarísku femínistarnir gagnrýndu, eiga á Islandi rætur sínar að
rekja til fyrri hluta 20. aldar og voru upphaflega ekki knúnar áfram
af andfemínisma.
I síðari hluta greinarinnar verður rýnt ítarlega í fyrstu íslensku
fræðigreinina um leikritið sem birtist í kjölfar sýningar Þjóðleik-
hússins leikárið 1998-1999 eftir Róbert H. Haraldsson heimspek-
ing. Grein hans verður lesin sem óbeint framhald á túlkunum sem
brjótast fram á þriðja fjórðungi 20. aldar og kappkosta að hvítþvo
Brúðuheimili af kvenfrelsismálinu.
Viðtökur íslenskra leikdómara
Þótt skiptar skoðanir væru um Brúðuheimili í kjölfar heimsfrum-
sýningar Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn jólin 1879
heyrðist fullyrt úr ólíkum áttum að leikritið tengdist málefnum
kvenna. I leikdómi um verkið álítur danski rithöfundurinn Her-
man Bang Brúðuheimili vera „sögu um ósjálfræði nútíma eigin-
konu. Og ennfremur, með ósjálfræði Nóru að vopni setur skáldið
fingurinn á spurninguna um [...] kvenfrelsismálið, jafnrétti kynj-
anna, rétt kvenna til frjáls lífs og þroska.“3 I sænsku kvennatíma-
riti fullyrti heimspekingurinn Lawrence Aberg að sjónleikurinn
„snerti spurninguna um eðli hjónabandsins og hina nátengdu
spurningu um siðferðilega og félagslega stöðu kvenna.“4 I mál-
gagni danskra jafnaðarmanna mátti lesa: „Við höfum ekki á sviði
eða í skáldsagnarformi séð betra og kraftmeira innlegg í spurn-
inguna um frelsun kvenna!“5 Danskt íhaldsblað velti fyrir sér
3 Herman Bang, „Et Dukkehjem 1-11“ (1880), Realisme og Realister, Valby:
Borgen 2001, s. 365-366.
4 L.H. Áberg, „Et Dukkehjem af Ibsen“, Tidskrift för hemmet 2/1880, s. 67.
5 I-n, „Et Dukkehjem“, Social-Demokraten 23. des. 1879.