Skírnir - 01.10.2009, Síða 128
382
DAVÍÐ KRISTINSSON
SKÍRNIR
hinni endurfæddu Nóru, „litla ,lævirkjanum‘ sem á allt í einu að
vera stór, sjálfsörugg, já nánast kona eftir sniði Camillu Collett"
kvenfrelsisskálds.6 Andmælendur kvenfrelsis gagnrýndu verkið
með ýmsum hætti en reyndu þó sjaldnast að sýna fram á að það
væri alls óskylt kvenfrelsismálinu. Þrátt fyrir ágreining um mál-
efni kvenna voru formælendur og andvígismenn kvenfrelsis al-
mennt á einu máli um að Brúðuheimili stæði í tengslum við kven-
frelsismálið.
Þegar Brúðuheimili var fyrst sýnt á íslensku sviði haustið 1905
ollu sýningarnar ekki sama fjaðrafokinu og í Skandinavíu aldar-
fjórðungi fyrr.7 Þótt opinskárrar andúðar í garð Nóru hafi sjaldn-
ast gætt hjá íslenskum leiklistargagnrýnendum var á því undan-
tekning þegar danskur leikflokkur sýndi verkið á Islandi árið 1911.
Leikgagnrýnandi taldi Nóru „sýna áhorfendunum það, hvernig
konur eiga ekki að vera, og annar getur tilgangur höfundarins
naumast verið.“8
Þegar Soffía Guðlaugsdóttir setti verkið á svið í Iðnó árið 1932
voru íslenskir leikdómarar að vonum farnir að velta því fyrir sér
hvernig sjónleikurinn eltist: „Þegar leikurinn var saminn, stóðu
harðar deilur í Evrópu um rjettindi kvenna og stöðu þeirra í
mannfjelaginu, og með þessu verki tók Ibsen svari þeirra. Þó að
skoðanir heimsins á hjónabandinu hafi gerbreyst [...] þá eru
mannlýsingar Ibsens svo djúpar og sannar, og manneðlið svo eilíf-
lega samt við sig, að leikurinn er enn í fullu gildi“.9 Leiklistarrýnir
Vísis velti sömuleiðis fyrir sér stöðu Brúðuheimilis í breyttu sam-
félagi: „Þjóðfélagsmálaleikrit Ibsens eru öll rituð um hans samtíð
og fyrir hans samtíð, henni til uppeldis og leiðréttingar. Nú eru
þær skoðanir og þeir hættir, sem hann er að veitast að, flestir
löngu farnir um koll, og allur almenningur veit varla, að þeir hafi
nokkurn tíma til verið.“10 Jakob Jóhannesson Smári taldi Brúðu-
heimili fyrnast að því leyti sem sjaldgæfara sé orðið að karlmaður
6 Berlingske politiske og Avertissements-Tidende 22. des. 1879.
7 Sjá t.d. „Leikfélag Reykjavíkur", Ingólfur 20. ágúst 1905, s. 132.
8 Listavinur (duln.), „Leikhúsið", Reykjavík 27. maí 1911, s. 86.
9 „Leiksýning", Morgunblaðið 23. nóv. 1932, s. 2.
10 G.J., „Brúðuheimilið", Vísir 28. nóv. 1932, s. 3.