Skírnir - 01.10.2009, Síða 129
SKÍRNIR
FRÁ KVENNAMÁLI TIL EILÍFÐARMÁLS
383
líti að hætti Torvalds Helmer „á konuna sína, ekki sem persónu,
heldur sem fegursta ,hlutinn‘, sem hann á.“
Og kvenréttindamálið er ekki lengur á dagskrá, eins og það var, meðan
konur voru að ávinna sér jafnrétti við karla, — því að nú er það jafnrétti
víða að mestu fengið. En sálarlífslýsingar Ibsens eru svo markvissar, að
leikritið er langt frá því að vera úrelt.11
Þegar fram liðu stundir leituðu íslenskir leiklistarrýnar í auknum
mæli að því sem stæðist tímans tönn í Brúðuheimili. Þrátt fyrir
slíka leit voru þeir enn á einu máli um að leikskáldið hefði með
verki sínu deilt á óréttmæta stöðu kvenna. Þegar Leikfélag Akur-
eyrar kom með sýningu sína á sjónleiknum til höfuðstaðarbúa
undir lok síðari heimsstyrjaldar skrifaði leikdómari Alþýðuhlaðs-
ins: „hugsunarháttur manna hefur mikið breytzt frá þeim tíma er
leikurinn var saminn [...]. Þá sýnir leikurinn og hvernig persónu-
leiki eiginkonunnar er hnepptur í dróma og undirgefin mannin-
um, er fyrst og fremst lítur á hana sem leikfang sitt“.12 I Tímanum
mátti lesa: „Brúðuheimilið [...] lýsir uppreisn ,brúðunnar‘ [...]
gegn því lífi, er skoðanir og hugsunarháttur karlmannsins hafa
skapað henni. [...] hvernig hjónabandið varnar persónuleik kon-
unnar að þroskast og þróast, er það gerir hana að leikbrúðu
mannsins“.13 Leikdómari Þjóðviljans áleit „uppreisn persónuleik-
ans í þriðja þætti gegn ósjálfstæðinu, brúðu-tilverunni“ vera
,,djarfa[n] boðskap um persónufrelsi konunnar."14 Og Sigurður
Grímsson, leiklistarrýnir Morgunblaðsins, skrifar:
Brúðuheimilið [...] sýnir okkur hið hróplega ranglæti er konan verður
fyrir bæði í uppeldi sínu og hjúskap, með því að vera álitin sem einhver
óæðri vera, úrræðalaus og viljalaus og óhæf til þess að taka þátt í alvöru
lífsins — aðeins sem kvakandi söngfugl, — fallegt og skemtilegt leikfang.
Og það sýnir okkur að lokum örvæntingarfulla baráttu þessarar konu og
flótta hennar frá þessu andlega ofbeldi, svo að hún fái lifað í samræmi við
hið innsta eðli sitt, og borgið þannig sjálfri sjer, persónuleik sínum, frá
11 Jakob Jóh. Smári, „Leikhúsið", Alþýðublaðið 28. nóv. 1932, s. 3.
12 I.K., „Brúðuheimilið eftir Ibsen“, Alþýðublaðið 31. jan. 1945, s. 4.
13 „Merkur viðburður í íslenzkum leikmálum", Tíminn 2. feb. 1945, s. 3-6.
14 M., „Brúðuheimilið", Þjóðviljinn 1. feb. 1945, s. 4—5.