Skírnir - 01.10.2009, Síða 130
384
DAVÍÐ KRISTINSSON
SKÍRNIR
glötun. Það má að vísu segja að þessi viðfangsefni höfundarins sjeu löngu
útrætt mál, og að þessu sje nú farið allt annan veg en áður var. Þó hygg
jeg að enn eimi eftir af þessum hugsunarhætti, sem hjer er deilt á, ef vel er
að gáð, og því sje engan veginn ótímabært að hlusta á boðskap skáldsins
í þessu ritverki.15
Sama leikdóm notar Sigurður lítt breyttan sumarið 1952 þegar
verkið var fyrst sett upp í Þjóðleikhúsinu og aftur fimm árum
síðar þegar leikflokkur frá norska Ríkisleikhúsinu sýndi verkið á
ferð um Island. I fyrra skiptið bætir hann m.a. við andmælum
gegn þeim sem segja leikritið vera orðið úrelt og benda gjarnan á
„að réttindamál konunnar sem þjóðfélagsþegns séu löngu leyst.
Það er að vísu satt, en Brúðuheimili fjallar ekki fyrst og fremst um
réttindi og stöðu konunnar í þjóðfélaginu, heldur um rétt hennar
til lífsins almennt, til þess að lifa sjálfstæðu innra lífi, — þroska
persónuleika sinn og vera ábyrgur einstaklingur við hlið manns-
ins.“16 Samkvæmt útleggingu Sigurðar fyrnist boðskapur leik-
verksins ekki með auknum kvenréttindum því það fjallar fyrst og
fremst um ólögbundinn rétt konunnar til sjálfsræktar og að hún
öðlist þau réttindi til jafns við eiginmann sinn. Konan er sem fyrr
í brennidepli túlkunar Sigurðar, en hálfum áratug síðar verður
orðalag hans hins vegar almennara. Hann endurorðar túlkun sína
nú á þann veg að hinn „raunverulegi kjarni leikritsins er öðru
fremur það algilda lífsviðhorf, að það sé réttur einstaklingsins og
skylda hans, að lifa lífinu sem ábyrgur aðili gagnvart sjálfum sér og
öðrum og leita þroska síns í samræmi við innsta eðli sitt.“17 Það
sem fimm árum áður nefnist „réttur konunnar" er nú orðið al-
mennari „réttur einstaklingsins“. Sigurður er þó enn þeirrar skoð-
unar að upphaflega hafi bakgrunnur sjónleiksins verið „réttleysi
konunnar bæði gagnvart eiginmanninum og þjóðfélaginu, eins og
það gerðist á þeim tímum, er leikritið var samið“. Þannig taki
sviðsverkið vitaskuld „til meðferðar þjóðfélagsvandamál síns tíma,
en þó er kjarni leikritsins, — hið mikla ,problem‘, sem höfundur-
15 Sigurður Grímsson, „Brúðuheimilið eftir H. Ibsen", Morgunblaðid 1. feb.
1945, s. 2.
16 Sigurður Grímsson, „Brúðuheimili", Morgunblaðið 6. júní 1952, s. 7.
17 Sigurður Grímsson, „Brúðuheimili", Morgunblaðið 9. júlí 1957, s. 6.