Skírnir - 01.10.2009, Page 131
SKÍRNIR FRÁ KVENNAMÁLI TIL EILÍFÐARMÁLS 385
inn ber fram, síður en svo tímabundið, heldur algilt og ævarandi."
A þeim rúma áratug sem Sigurður birti leikdóma um Brúbuheimili
varð verkið í túlkun hans, andspænis sífellt háværari röddum um
að verkið sé orðið úrelt í ljósi bættrar samfélagsstöðu kvenna,
smám saman almennara eilífðarmál án þess þó að verða andfemín-
ískt eða neita því að eitt viðfanga Ibsens hafi upphaflega verið
sjálfsræktarréttur kvenna.
Því hafði leikgagnrýnandi Þjódviljans heldur ekki neitað árið
1952. Hann áleit
sannað í leikritinu að konan hefur rétt til að vera hún sjálf [...]. Það voru
að hefjast kvenfrelsistímar bæði í bókmenntum og þjóðlífinu, og sjáand-
inn Ibsen hafði auðvitað manna gleggstan skilning á undirokun konunnar
bæði á heimili og í þjóðfélagi. Hún var sannarlega lægri vera en karlmaður-
inn. Leikrit hans Brúðuheimilið er voldug árás á þessa fordóma [...].18
Þótt leikdómarinn bendi á, í leit sinni að boðskap leikritsins fyrir
eigin samtíma, að Ibsen „lyfti verki sínu þangað upp sem að eilífu er
barizt um rétt manneskjunnar til frelsis og sjálfræðis“ virðist þess-
ari almennari eilífðartúlkun þó ekki ætlað að sýna fram á að Nóra
hefði allt eins getað verið af hinu kyninu eða uppi á öðrum tíma.
Skömmu síðar velti Ásgeir Hjartarson boðskap verksins fyrir
sér í sama dagblaði í ljósi þess að „sígilt er leikritið orðið“: „Brúðu-
heimili fjallar um ,menn og mannleg örlög‘ sem önnur leikrit
meistarans, en snertir mjög eitt af helztu vandamálum samtímans,
hjónabandið og stöðu konunnar í mannlegu félagi“.19 Staða kvenna
hafi hins vegar batnað að ýmsu leyti frá því á tímum Nóru. „Deil-
urnar eru löngu þagnaðar, enda hefur Nóra unnið frægan sigur,
þótt arftakar Helmers séu raunar enn við lýði“. Andspænis þess-
um samfélagsbreytingum leitar leiklistarrýnirinn að því sem stenst
tímans tönn og ályktar að „saga þessara manna og kvenna er ekki
sérstæð heldur algild, í örlögum þeirra speglast þjóðfélagið sjálft“.
En þrátt fyrir að Ágúst leiti þannig almennari túlkunar fyrir sam-
tíma sinn neitar hann því ekki að leikverkið hafi á ritunartíma þess
tengst kvenfrelsismálinu.
18 „Brúðuheimilið í Þjóðleikhúsinu", Þjóóviljinn 4. júní 1952, s. 6.
19 Ásgeir Hjartarson, „Brúðuheimili", Þjóðviljinn 6. júní 1952, s. 5.