Skírnir - 01.10.2009, Blaðsíða 132
386
DAVÍÐ KRISTINSSON
SKÍRNIR
Þegar sjónleikurinn var sýndur fimm árum síðar tekur Ásgeir,
eins og Sigurður Grímsson, þráðinn upp að nýju: „Það hefur
stundum sagt verið á síðari árum að leikrit Ibsens séu úrelt orðin,
en engin staðhæfing er fjær sanni. Það eru algild og eilíf vandamál
ástar og hjónabands sem fjallað er um í leiknum, og enn lifir upp-
reisnarhugur skáldsins og eggjan hans voldug og sterk: varpaðu af
þér fjötrunum, segðu hleypidómum, rótgrónum venjum og lygi
stríð á hendur, vertu heill og sannur!“20 Líkt og hjá Sigurði Gríms-
syni eykst algildið í túlkun Ásgeirs milli ára. Staða einstaklingsins,
sem samkvæmt orðanna hljóðan gæti allt eins verið karlkyns, tekur
að skyggja á stöðu konunnar. En þótt Ágúst geri hjónabandið í
Brúbuheimili að eilífðarmáli og fagni því að uppsetningin hafi ekki
verið þannig „að Nóra flytti mál sitt líkt og kvenréttindakona á
málfundi" verður þó varla sagt að í algildri eilífðartúlkun hans gæti
opinskárrar andúðar í garð kvenréttindabaráttu eða að hann af-
tengi verkið alfarið kvenfrelsismálinu.
Skrefi lengra hafði Gunnar G. Schram gengið í leikdómi í
Morgunhlabinu sumarið 1952. Auk þess að ýja að því að ætlun
Ibsens hafi verið að semja leikrit um ókynbundin eilífðarmál full-
yrðir hann að leikskáldið hafi engan áhuga haft á kvennahreyfing-
unni:
[Þ]að er ekki síður afstaða einstaklingsins gagnvart þjóðfélaginu, en karl-
mannsins gagnvart konunni, sem vandamálinu veldur. Það er hin eilífa
spurning um svigrúm og óskert tjáningarfrelsi hvers manns og hverrar
konu, sem þjóðfélagið, umhverfið, heimilið, vinir og jafnvel maki hljóta
að binda þeim böndum, er almenningsálitið hnýtir lokahnútinn á. Á
konan fyrst og fremst að lifa sínu eigin lífi sem einstaklingur á borð við
bónda sinn, eða hlýtur hún sökum stöðu sinnar að lúta annarri framkomu
og lífsháttum? [...] Það er eftirtektarvert, að Ibsen mælir ekki með hinni
pólitísku kvenréttindahreyfingu í Brúðuheimilinu, hún skiptir hann engu,
aðeins það að hver maður og hver kona megi og eigi að breyta á þann hátt,
er þau telji réttastan og beztan.21
I leit leikdómara 6. áratugarins að hinu eilífa og almenna í Brúðu-
heimili skapast ákveðin togstreita sem nær hámarki hjá Gunnari.
20 Ásgeir Hjartarson, „Brúðuheimili“, Þjóöviljinn 11. júlí 1957, s. 2.
21 G.G.S., „Leikur hennar mótast af einlægni...“, Morgunblaöið 4. júní 1952, s. 9.