Skírnir - 01.10.2009, Page 133
SKÍRNIR
FRÁ KVENNAMÁLI TIL EILÍFÐARMÁLS
387
Hann greinir í leikverkinu annars vegar vandasama afstöðu karls-
ins gagnvart konunni og þá spurningu hvort konan hafi sama rétt
og eiginmaður hennar til að rækta einstaklingseðli sitt. Hins vegar
er spurningin sett fram með almennari hætti þannig að konan fell-
ur ítrekað í skuggann af hinum ókynbundna einstaklingi („hver
maður og hver kona“) og eilífðarspurningunni um frelsisskorður
hans. Þar sem leikgagnrýnandinn gengur að því vísu að kvenrétt-
indabarátta sé alfarið ótengd fyrri spurningunni, auk þess sem
Ibsen hafi aðallega haft áhuga á hinu almenna og ókynbundna,
reynast hugmyndir um tengsl Brúðuheimilis við kvenréttindabar-
áttu þess tíma á misskilningi byggðar. Samkvæmt algildisútlegg-
ingu Gunnars virðist sviðsverkið allt eins snúa að frelsisskorðum
karlmannsins og því hvort hann hafi sama rétt og spúsa hans á því
að lifa lífinu sem einstaklingur.
Nóra og raubsokkurnar
Á þessum árum var lítið farið að bera á því að íslenska kvenrétt-
indahreyfingin tengdi sig við Brúðuheimili. Árið 1956 skrifar þó
ritstjóri málgagns Kvenréttindafélags Islands, Sigríður J. Magnús-
son, í tilefni af uppsetningu Brúðuheimilis í Stokkhólmi: „Leik-
ritið hefur alltaf verið álitið innlegg Ibsens í baráttunni um jafn-
rétti kynjanna, baráttu konunnar fyrir því, að vera maður, eins og
hann lætur Nóru komast að orði.“22 Tengsl Brúðuheimilis og ís-
lensku kvennahreyfingarinnar náðu hámarki þegar verkið var sýnt
á fjölum Þjóðleikhússins á blómaskeiði rauðsokkahreyfingarinn-
ar. Leikstjórinn var Bríet Héðinsdóttir, rauðsokka og sonardóttir
kvenréttindafrömuðarins Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Leikdómur
Morgunhlaðsins hefst svo: „Brúðuheimilið 1973! Á tímum hinnar
nýju kvenfrelsishreyfingar og leikstjórinn kona! Það hlýtur að
vera forvitnilegt“.23 Leiklistargagnrýnandi Tímans tengir upp-
setninguna sömuleiðis við endurvakningu kvenréttindahreyfing-
arinnar. Hann skýrir fjaðrafokið sem heimsfrumsýning sviðs-
22 Sigríður J. Magnússon, „,Brúðuheimilið‘ er ennþá bráðlifandi", 19. Júní 1956,
s. 39.
23 Þorvarður Helgason, „Brúðuheimilið“, Morgunblaðið 28. nóv. 1973, s. 10.