Skírnir - 01.10.2009, Page 134
388
DAVÍÐ KRISTINSSON
SKÍRNIR
verksins olli tæpri öld áður þannig að „í leikritinu var staða kon-
unnar í þjóðfélaginu tekin til meðferðar.“ Hann útilokar ekki að
sá þráður sjónleiksins eigi enn erindi þótt það sé ekki eina við-
fangsefni leiksins: „Það er ekki bara staða konunnar í þjóðfélaginu
(sem er þó ærið atriði út af fyrir sig, ekki sízt með vaknandi áhuga
manna á því í dag), sem Brúóuheimili tekur til meðferðar. Heldur
koma þar skýrt fram margir aðrir þættir í mannlegu lífi.“24 I
svipaðan streng tekur Ólafur Jónsson sem notar slagorð rauð-
sokkahreyfingarinnar „Konan er maður“ sem titil á leikdómi sín-
um: „Eins og einatt verður um kvenfrelsismálin reynist það varða
meira efni, en ,stöðu konunnar' í hjúskap og samfélaginu að öðru
leyti, hugmyndirnar í Brúðuheimili snúast ekki bara um kvenfrelsi
heldur einnig samfélagslegt réttlæti og jafnrétti þegnanna. [...]
Uppreisn gegn ranglætinu í hverri mynd sem það birtist, það er
endanleg boðun leiksins og fyrnist ekki með neinum einum áfanga
baráttunnar fyrir þjóðfélagslegu réttlæti."25 Ólafur gerir ekki
skýran greinarmun á upphaflegum hugmyndum Ibsens og seinni
tíma þörf til að túlka hundrað ára gamalt sviðsverk með almenn-
ari hætti í breyttu samfélagi. Því er óljóst hver sé höfundur þessa
endanlega boðskapar leikverksins sem snýr ekki að óréttlátri
stöðu eiginkonunnar 1879 heldur að ókynbundnu og tímalausu
ranglæti.
Sverrir Hólmarsson hélt þessu tvennu hins vegar aðskildu:
Beinskeytt árás Ibsens á tvöfeldni í siðgæði og andlega þrælkun konunn-
ar hitti beint í mark [...]. Helmershjónin mátti finna á hverju miðstéttar-
heimili um alla Evrópu. í upphafi var því eðlilegt að Brúðuheimilið væri
fyrst og fremst meðtekið sem boðskapur, sem innlegg í kvenfrelsisbarátt-
una. Nú er hins vegar sá félagslegi veruleiki sem Ibsen byggir á breyttur í
grundvallaratriðum — auðvitað m.a. fyrir áhrif Ibsens. Kvenfrelsisbar-
áttan heldur vitaskuld áfram, en leikritið hefur ekki lengur jafn beina skír-
skotun til samtímans. Auðvitað kemur þá í ljós að Brúðuheimilið er
annað og meira en kvenfrelsisáróður — í því er fólgin almennari umfjöll-
un um áþján og frelsi, um sannleik og lygi, um sjálfstæði einstaklingsins
og stöðu hans í þjóðfélaginu. Einsætt virðist að nútímasýning á Brúðu-
24 Step., „Brúðuheimili", Tíminn 20. nóv. 1973, s. 9.
25 Ólafur Jónsson, „Konan er maður", Vísir 24. nóv. 1973, s. 8—9.