Skírnir - 01.10.2009, Page 135
SKÍRNIR FRÁ KVENNAMÁLI TIL EILÍFÐARMÁLS 389
heimili Ibsens ætti að leggja áherslu á hina almennu þætti fremur en þá
sérstöku [...]. Þetta virðist mér ekki hafa gerst í sýningu Þjóðleikhússins
nú, það er eins og Bríet Héðinsdóttir einblíni um of á boðskapinn og hina
áróðurslegu orðræðu þriðja þáttar [...].26
Sverrir telur sjónleikinn upphaflega hafa verið sérstæðan fremur
en almenns eðlis. Framlag Ibsens og annarra til kvenfrelsisbarátt-
unnar hafi hins vegar leitt til bættrar stöðu kvenna og því verði
tæpri öld síðar að leita almennari boðskapar leikritsins, þ.e. skipta
kvenfrelsi út fyrir frelsi hins ókynbundna einstaklings. Þessi út-
legging er til vitnis um þá þróun sem átt hafði sér stað meðal
íslenskra leikdómara Brúðuheimilis undanfarna fjóra áratugi.
Snerts af andúð í garð kvenfrelsishreyfingarinnar virðist gæta
hjá Sverri þegar hann nefnir boðun kvenfrelsis, ólíkt boðun ein-
staklingsfrelsis, „áróður“ og þykir óviðeigandi að rauðsokka ein-
blíni á kvenfrelsisboðskapinn. Bersýnilegri andúðar í garð kvenna-
hreyfingarinnar gætir ári síðar í ítarlegri blaðagrein Halldórs Hall-
dórssonar um „Nóru og nútímann“. Líkt og Gunnar G. Schram
tveimur áratugum fyrr er Halldóri mikið í mun að slíta tengsl
Brúðuheimilis og kvenréttindahreyfingarinnar. Hann telur að Nóra
hefði átt
í erfiðleikum með rauðsokkurnar, sem virðast halda, að mannréttinda-
barátta sé einkaeign kvenleggsins og snúist að mestu um uppvask. Nei,
Ibsen var að skrifa um mannréttindi í víðum skilningi, frelsi einstaklings-
ins og aðalpersónan hefði þess vegna alveg eins getað verið karlmaður.
Reyndar skrifaði Strindberg, sænskur samtímamaður Ibsens, leikrit um
kúgaðan karlmann. Vandamálið um mannréttindi er sígilt. Þess vegna eru
vandamál Nóru jafngild í dag [...]. Barátta kvenna fyrir jafnrétti á sjálf-
sagt sinn þátt í því, að Nóra höfðar til samtímans í jafnríkum mæli og
raun ber vitni. En í verkinu er fjallað um mörg önnur vandamál, sem ekki
mega gleymast í einblíningunni á kvenhetjuna Nóru. Hún var fyrst og
fremst einstaklingur, sem háði sína eigin réttindabaráttu. Hún er skóla-
bókardæmi um kúgaðan einstakling. En hún sat ekki í starfshópum með
samtímarauðsokkum til þess að finna lausn vandans. Hún leitaði svara hjá
sjálfri sér. [...] Megináherzlan er lögð á það, að eiginkona lifi lífinu á eigin
26 Sverrir Hólmarsson, „Brúðuheimili“, Þjóðviljinn 28. nóv. 1973, s. 9.