Skírnir - 01.10.2009, Side 139
SKÍRNIR
FRÁ KVENNAMÁLI TIL EILÍFÐARMÁLS
393
ýmis dæmi af þessum toga. Eins og Rogers vitnar hún í Adams,
Brustein, Meyer og fleiri,36 og bætir öðrum við, t.d. Richard Gil-
man sem fullyrti árið 1972 að sviðsverkið sé „hafið yfir kynja-
mun“.37 Það sem Rogers hafði áður kallað að „skýra burt“ femín-
isma leikverksins nefnir Templeton nú að „bjarga Ibsen undan
femínisma".38 Um túlkanir af þessum toga skrifar Templeton: „I
algildistúlkunum á Brúðuheimili er gjarnan staðhæft að umfjöll-
unarefni verksins sé ekkert frekar konur en karlmenn",39 persón-
ur leikritsins eru settar í „tímalausan heim hvers sem er“.40
Á sínum tíma hafði Rogers veitt því athygli hvernig slíkar and-
femínískar algildistúlkanir á Brúðuheimili eru iðulega studdar
sömu rökum:
Þeir sem þvertaka fyrir það að Ibsen hafi haft sérstaka samúð með konum
og baráttu þeirra fyrir frelsi vísa hróðuglega til [...] beinskeyttustu full-
yrðingar Ibsens um femínisma — ræðu hans við veisluhöld Norska
kvennamálsfélagsins — til sönnunar þess að hann hafi verið sneyddur
öllum áhuga á kvenfrelsi.41
Hálfum öðrum áratug síðar gerir Templeton svipaða athuga-
semd.42 Umræddur hluti ávarpsins sem Ibsen hélt þann 26. maí
1898 hljómar svo:
Eg þakka hyllinguna en verð að afþakka þann heiður að hafa starfað
meðvitað í þágu kvennamálsins [Kvindesagen]. Eg er ekki einu sinni með
það á hreinu hvað málefni kvenna [Kvindesag] eru í raun. I mínum huga
hefur þetta snúist um málefni manneskjunnar [Menneskesag]. Sá er les
bækur mínar af athygli mun skilja það. Það er vissulega æskilegt að greiða
36 Joan Templeton, „The Doll House Backlash. Criticism, Feminism, and Ibsen“,
PMLA 1/1989, s. 28-40, hér s. 28. Katharine M. Rogers („A Woman
Appreciates Ibsen“) vitnar í þessa höfunda á s. 98. Grein Templeton er endur-
prentuð í bók hennar Ibsen’s Women, Cambridge: Cambridge University Press
1997.
37 Richard Gilman, The Making of Modern Drama, New York: Farrar 1972, s. 65.
38 Joan Templeton, „The Doll House Backlash", s. 28.
39 Sama rit, s. 31.
40 Sama rit, s. 29.
41 Katharine M. Rogers, „A Woman Appreciates Ibsen", s. 103.
42 Joan Templeton, „The Doll House Backlash", s. 28.