Skírnir - 01.10.2009, Side 140
394
DAVÍÐ KRISTINSSON
SKÍRNIR
samhliða úr kvennaspurningunni [Kvindesp^rgsmaalet43], en það hefur
ekki verið eina ætlunarverkið. Verkefni mitt hefur verið mannlýsing
[.Menneskeskildring].44
Um seinni tíma viðtökur ræðunnar skrifar Templeton: „Málsvarar
Ibsens vitna gjarnan í þessa algjöru afneitun líkt og væri hún
nákvæm vísun til ,upphaflegrar ætlunar' leikskáldsins þegar hann
samdi Brúbuheimili tveimur áratugum áður“.45 Þetta sé allajafna
gert með ógagnrýnum hætti: „Auðvitað þarf að bera fram þá spurn-
ingu hvort gefi betri mynd af ætlun Ibsens í Brúbuheimili, óhrein-
skilin athugasemd sem gerð er í pirringi á fjöldaathöfn tveimur
áratugum eftir að hann skrifaði leikritið eða það sem hann ritaði í
þá tíð þegar hann áformaði það.“46
Þótt algildistúlkanir með andfemínískum undirtón kæmu
þegar fram á Islandi á 6. áratugnum og næðu hámarki með
Halldóri Halldórssyni árið 1974 bar lítið á vísunum í kven-
félagsræðu Ibsens þar til skömmu fyrir síðustu aldamót. Þegar
Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri setti verkið á svið jólin 1998
minnti hann á „að sjálfur hafi Ibsen lagst mjög gegn femínískri
túlkun verksins og alla tíð svarið af sér þá sök að hafa verið að
túlka sjónarmið kvenréttindahreyfinga [...]. Hann sagði hins
vegar að hann hafi verið að skrifa um fólk og mannréttindi“ 47 I
sömu Lesbók birtist viðtal við ævisöguritara Ibsens, Michael
Meyer. Undir millifyrirsögninni „Kvenréttindi eða mannréttindi"
er hann spurður: „Var Brúðuheimilið innlegg hans í réttinda-
43 Ólíkt kvenfrelsismálinu náði samheitið kvennaspurningin ekki fótfestu í
íslensku.
44 H. Ibsen, „Ved Norsk kvindesagsforenings fest“, Samlede verker, 15. bindi,
ritstj. F. Bull, H. Koht og D.A. Seip, Ósló: Gyldendal 1930, s. 417. Fimm árum
áður en Ibsen fullyrðir þetta um sjálfan sig má lesa svipaða túlkun hjá norska
rithöfundinum Arne Garborg (Jonas Lie. En udviklingshistorie, Kristíanía
[Ósló]: Aschehoug 1893, s. 134): „En málefni kvenna [Kvindens Sag] er í huga
[Ibsens] ekki einhliða kvennamál [Kvindesag]; það er málefni manneskjunnar
[Menneskets Sag]“.
45 Joan Templeton, „The Doll House Backlash“, s. 28.
46 Joan Templeton, Ibsen’s Women, s. 125.
47 Örlygur Steinn Sigurjónsson „Harmleikur hins venjulega fólks“, Lesbók
Morgunblaðsins 19. des. 1998, s. 30.