Skírnir - 01.10.2009, Page 142
396
DAVÍÐ KRISTINSSON
SKÍRNIR
hins almenna fyrir samtíma sinn. Skrefið fólst í því að gera al-
mennari útleggingu seinni tíma túlkenda að upphaflegri ætlun
Ibsens og stemma þannig kvenfrelsiskvísl Brúbuheimilis að ósi.
Fyrsta íslenska frœðiritgerðin
I kjölfarið á sýningu Þjóðleikhússins á Brúbuheimili leikárið
1998-1999 birtist í byrjun aldamótaársins fyrsta íslenska fræðilega
greinin um verkið. Grein Róberts H. Haraldssonar hefst svo:
„Brúðuheimili (1879) Henriks Ibsen olli straumhvörfum í um-
ræðu um hjúskaparstöðu kvenna á nítjándu öld“.50 I næstu setn-
ingu hefur Róbert eftir liðnum Ibsen-fræðingi að sjónleikurinn
hafi á sínum tíma vakið deilur um málefni kvenna og bætir við um
20. öldina: „Ahugi á Brúðuheimili jókst líka mjög þegar kvenrétt-
indahreyfingin gekk í endurnýjun lífdaga á sjöunda áratugnum.“
Þar með hefur Róbert þó hvorki viðurkennt að leikritið snerti í
raun hjúskaparstöðu kvenna á 19. öld né að kvenréttindahreyfing
síðari hluta 20. aldar hafi réttilega séð kvenréttindabaráttu endur-
speglast að einhverju leyti í leikverkinu. Skömmu síðar er lesand-
anum sagt að Ibsen „lét sér ekki standa á sama um að lesend-
ur/áhorfendur drægju Brúðuheimili hans í ákveðna dilka, litu á
verkið eingöngu sem snjallt kvenréttindaverk“. Því til staðfesting-
ar gerir Róbert einmitt það sem Rogers og Templeton höfðu gagn-
rýnt hjá löndum sínum, þ.e. hann úthýsir kvenfrelsi úr Brúðu-
heimili með tilvísun í kvenfélagsræðu Ibsens, líkt og lýsi hún upp-
haflegri ætlun leikskáldsins.
I umfjöllun sinni um annað leikrit Ibsens kannast Róbert við
þá túlkunarreglu að taka beri afturvirku sjálfsmati höfunda með
fyrirvara. Þannig gerir Róbert framar í riti sínu Plotting Against a
Lie, sem hefur að geyma viðauka með enskri þýðingu greinar hans
50 Róbert H. Haraldsson, „Alvarlegar samræður. Um siðferðilegan boðskap í
Brúðuheimili Ibsens", Tímarit Máls og menningar 1/2000, s. 36-67, hér s. 36;
endurprentaða útgáfan sem hér er stuðst við birtist í sami, Tveggja manna tal,
Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 2001, s. 37-73; ensk þýð.: sami,
„Serious Conversations. The Moral of Henrik Ibsen’s A Doll’s House“, Plotting
Against a Lie. A Reading of Ibsen’s An Enemy of the People, Reykjavík: Há-
skólaútgáfan 2004, s. 115-154.