Skírnir - 01.10.2009, Page 143
SKÍRNIR
FRÁ KVENNAMÁLI TIL EILÍFÐARMÁLS
397
um Brúðuheimili, lítið úr afturvirku mati Ibsens á Þjóðnídingi
(1882). I samræðu sem Ibsen átti vorið 1898 á danskur leikari að
hafa borið undir leikskáldið þá fullyrðingu Þjóðníðings að sá sé
sterkastur sem standi einn. Höfundur sjónleiksins vildi hins vegar
ekki taka ábyrgð á þessari staðhæfingu aðalpersónunnar — jafn-
vel þótt vitað sé að Ibsen hafi áður, í öðru samhengi, fullyrt hið
sama í bréfi til Georgs Brandes.51 Frammi fyrir þessari síðbúnu
afneitun Ibsens slær Róbert varnagla: „Þessi samræða átti sér stað
hálfum öðrum áratug eftir að leikritið kom út — og birtist ekki á
prenti fyrr en 1926, tveimur áratugum eftir andlát Ibsens — og
því ber kannski ekki að taka jafn mikið mark á henni og sumir
skýrendur hafa gert.“52 Abending Róberts er góð og gild enda
vitað að Ibsen lét ógjarnan skipa sér á bás og sneri iðulega út úr
ef það var reynt. Hins vegar saknar maður þess að Róbert taki
fullyrðingu Ibsens á hátíð kvennamálsfélagsins, nítján árum eftir
að hann sendi frá sér Brúðuheimili, með sama fyrirvara. Ein
skýring á þessari túlkunarfræðilegu hentistefnu er að Róbert virð-
ist eiga í nokkrum erfiðleikum með tengsl Ibsens við kvenfrelsis-
hreyfinguna.
Róbert rær á kunnugleg mið þegar hann notar kvenfélagsræðu
Ibsens, sem beinist í raun að heildarverki skáldsins fremur en
Brúðuheimili sérstaklega, til að sýna fram á að höfundur Brúðu-
heimilis hafi síður haft áhuga á málefnum kvenna en málefnum
manneskjunnar. Utlegging Róberts á ræðunni er hins vegar ný-
stárleg hvað varðar áhersluna á tengsl gaumgæfilegs lestrar og mál-
efna manneskjunnar.
Ibsen tengir saman vakandi og athugulan lestur annars vegar og málefni
manneskjunnar hins vegar: Lesi maður verk hans af athygli muni hann sjá
þau mál er varða manneskjuna.53
Sé Brúðuheimili lesið yfirborðslega gæti verkið með öðrum orð-
um virst snúa að kvennaréttindamálinu en vandaður lestur að hætti
51 H. Ibsen, Bréf til Georgs Brandes 4. apríl 1872, Samlede verker, 17. bindi, s. 33:
„í mínum huga er það að minnsta kosti svo, að sterkastur er sá sem stakur er.“
52 Róbert H. Haraldsson, Plotting Against a Lie, s. 29.
53 Róbert H. Haraldsson, „Alvarlegar samræður", s. 38.