Skírnir - 01.10.2009, Page 144
398
DAVÍÐ KRISTINSSON
SKÍRNIR
Róberts mun leiða í ljós að verkið fjallar í raun um málefni mann-
eskjunnar. Ólíkt íslensku leikdómurunum, sem neituðu því fæstir
að viðfang Ibsens hafi upphaflega verið sjálfsræktarréttur kvenna
þótt þeir leituðu almennari túlkunar á breyttum tímum, heldur
Róbert því fram — með vísun í kvenfélagsræðu Ibsens — að ætlun
skáldsins hafi allt frá fyrsta degi verið manneskjan almennt, ein-
staklingurinn óháð kyni. Róbert útfærir túlkun sína svo:
Þetta felur a.m.k. í sér tvennt. I fyrsta lagi, að sá sem einungis sér í verk-
inu gagnrýni á ákveðið samfélagsform eða félagslegt óréttlæti hefur mis-
lesið verkið með tilteknum hætti. Hann hefur ekki séð einstaklinginn,
ekki áttað sig á því hvernig verkið getur snert sérhvern einstakling, óháð
félagslegri stöðu hans.54
Lesandi sem sér í leikritinu gagnrýni á ranglátt samfélag kemur
með öðrum orðum ekki auga á einstaklinginn í persónum leik-
verksins, hið mannlega í einstaklingnum sem er óháð stigveldi og
gerð samfélagsins, einstaklinginn sem gæti verið sérhvert okkar og
snertir því okkur öll. Bæði sýnir leikritið okkur einstaklinginn í
einstaklingnum og miðlar „boðskap sem talar beint til einstakl-
ingsins sem einstaklings".53 Róbert vill með tilvísun í kvenfélags-
ræðuna sýna fram á að vandamál Nóru sé vandi allra manná. Þetta
gerir hann þrátt fyrir að Ibsen beindi upphaflega athyglinni að
stöðu konunnar Nóru. Staða kvenna vakti fyrir leikskáldinu þegar
á skrifunum stóð eins og fram kemur í fyrsta uppkasti að verkinu:
Konan getur ekki verið hún sjálf í samfélagi samtímans, algeru karlasam-
félagi með lögum sem karlar hafa ritað og saksóknurum og dómurum sem
dæma atferli kvenna út frá sjónarhóli karla.56
I ljósi mannkynssögunnar væri fráleitt að víxla hér orðunum „kona“
og „karl“ þannig að úr yrði kvennasamfélag með lögum sem konur
hafa ritað og hindra karlmanninn í að verða hann sjálfur.
54 Sama rit, s. 38.
55 Róbert H. Haraldsson, „Fjandmaður fólksins. Sannleikur og samhengi“,
Frjálsir andar. Ótímabœrar hugleiðingar um sannleika, sidferði og trú, Reykja-
vík: Háskólaútgáfan 2004, s. 85-119, hér s. 118.
56 H. Ibsen, „Optegnelser til nutids-tragedien“ (Róm 19. okt. 1878), Samlede ver-
ker, 18. bindi, s. 368.