Skírnir - 01.10.2009, Page 145
SKÍRNIR
FRÁ KVENNAMÁLI TIL EILÍFÐARMÁLS
399
Það eru ekki aðeins einstaklingar sviðsverksins sem gætu verið
hver sem er samkvæmt algildistúlkun Róberts. Þar að auki eru þau
mál sem fengist er við í verkinu ekki í hópi þeirra félagslegu
vandamála sem þá voru efst á baugi í þá daga, á borð við hjúskap-
arstöðu kvenna. Verkið er ekki samtímaádeila á ákveðna forgengi-
lega samfélags- og fjölskyldugerð sem kallar á endurbætur á fé-
lagslegum eða efnahagslegum aðstæðum kvenna, heldur snertir
það mál manneskjunnar, eilífðarmál.
I öðru lagi mun góður lesandi leikritsins ekki einungis sjá í því glímu við
vandamál sem hægt er að leysa, greiða úr t.d. með breytingum á lögum
eða samfélagsgerðinni, heldur einnig þau mál manneskjunnar sem mikil-
vægt er að gegnumlýsa og sviðsetja þótt þau verði ekki leyst. Að mínum
dómi er það í skilningi á eðli slíkra eilífðarmála sem vænta má svars við
spurningunni um hver sé hinn eiginlegi boðskapur verksins.57
Nú mætti andmæla og benda á að Róbert setji víða fyrirvara á full-
yrðingar sínar. Þannig undirstriki hann í tvígang að hann sé í raun
aðeins að gagnrýna þá sem „einungis“ sjá í leikverkinu samfélags-
rýni eða gagnrýni á félagslegt óréttlæti sem þurfi að leysa með
laga- eða samfélagsbreytingum. Hér má hafa tvennt í huga. I fyrsta
lagi hefur nánast enginn haldið því fram að leikritið fjalli einungis
um þá þætti sem Róbert nefnir og því væri slík ábending lítilsverð.
I öðru lagi er ljóst, þegar á heildina er litið, að þrátt fyrir fyrirvar-
ana viðurkennir Róbert í raun ekki að sviðsverkið fjalli einnig um
þessa þætti, heldur lítur hann á sig sem boðbera hins eiginlega
boðskapar leikskáldsins. Hann færir okkur heim sanninn um hvert
sé „eiginlegt viðfangsefni Brúðuheimilis“; „hið eiginlega siðferði-
lega vandamál verksins"; „sjálft inntak verksins, málefni manneskj-
unnar“.58 Þegar upp er staðið reynist hinn eiginlegi boðskapur
verksins að dómi Róberts vera alfarið ótengdur félagslegu órétt-
læti.
57 Róbert H. Haraldsson, „Alvarlegar samræður", Tímarit Mdls og menningar
1/2000, s. 37. Hér er gerð undantekning og stuðst við frumútgáfuna en í end-
urprentuðu útgáfunni (s. 39) hefur hugtakinu eilífðarmdl verið skipt út fyrir
hjartans mdl.
58 Sama rit, s. 65, 39.