Skírnir - 01.10.2009, Page 147
SKÍRNIR
FRÁ KVENNAMÁLI TIL EILÍFÐARMÁLS
401
að tilvitnuninni lokinni aftur að deilu Nóru við Krogstad og slær
út í allt aðra verufræðilega sálma, ekki um stöðu konunnar heldur
„verufræðilegar hugleiðingar um hvenær tvær athafnir eru eins frá
sjónarhóli siðferðisins."62 Róbert vitnar þannig í einn af hápunkt-
um leikritsins en ræðir innihald hans hvorki hér né síðar í grein-
inni.
Skömmu síðar vill Róbert „ítreka að margir sjá í Brúbuheimili
siðferðilegt endurmat á stöðu kynjanna í samfélaginu."63 Sé út-
leggingu Róberts á leikverkinu fylgt er tilkoma slíkra túlkana hins
vegar ráðgáta. Hann viðurkennir með óbeinum hætti að Brúðu-
heimili „reyndist (hvort sem það var þannig ætlað eða ekki) drjúgt
framlag til réttindabaráttu kvenna“,64 en hefur framar í greininni
reynt að sýna fram á með tilvísun í kvenfélagsræðu Ibsens að
ætlun leikskáldsins hafi verið önnur. Samkvæmt útleggingu Ró-
berts virðast ekki aðeins femínistar hafa misskilið sjónleikinn held-
ur sömuleiðis andfemínistar á borð við Strindberg. Róbert sýnir
okkur ýmis dæmi um „ónákvæmni Strindbergs" þegar sænska
skáldið túlkar Brúðuheimili í formála smásagnasafnsins Giftas
(1884). Róbert bendir á að „Ibsen er [...] öllu nákvæmari hugs-
uður en Strindberg virðist átta sig á.“65 Vitaskuld er túlkun Strind-
bergs á Brúðuheimili ekki yfirveguð fræðileg útlegging heldur
ádeila uppfull af mælskulist, upphrópunarmerkjum og útúrsnún-
ingi. í formálanum deilir Strindberg á „Brúðuheimili sem sé orðið
lögbók allra ákafra stuðningsmanna kvennaspurningarinnar“.66
Kvennaspurningin, upphafsorðið og rauði þráðurinn í formála
Strindbergs, hverfur þó úr útleggingu Róberts sem fullyrðir að
það sé
afbrot Nóru sem öllu skiptir að mati Strindbergs. Ég lít hins vegar svo á
að það sé sjálf tvíræðnin, gjáin á milli alvarlegra orða og alvarlegra við-
fangsefna, sem sé eiginlegt viðfangsefni Brúðuheimilis; það siðferðilega
62 Róbert H. Haraldsson, „Alvarlegar samræður", s. 44.
63 Sama rit, s. 44.
64 Sama rit, s. 44.
65 Sama rit, s. 51.
66 A. Strindberg, „Giftas I—II“, Samlade Verk, 16. bindi, Stokkhólmur: Almqvist
& Wiksell 1982, s. 13.