Skírnir - 01.10.2009, Page 148
402
DAVÍÐ KRISTINSSON
SKÍRNIR
vandamál sem gegnumlýst er. Þar sé boðskap verksins að finna. [...] ein
ástæða þess að við komum ekki auga á hinn raunverulega siðferðisvanda
er siðferðiskennd okkar. Þetta virðist eiga við í tilviki Strindbergs.67
I túlkun Róberts fer siðapredikarinn Strindberg á mis við kjarna
Brúbuheimilis sökum mislestrar á leikritinu. Eftir að hafa ítrekað
dregið fram ónákvæmni Strindbergs kemur Róbert í lok umfjöll-
unar sinnar um sænska skáldið inn á þann rangskilning
Strindbergs að Brúðukeimili leggi „okkur til nýjar hugmyndir um
rétt kvenna“.68 Þrátt fyrir að ádeila Strindbergs einkennist ekki af
fræðilegri nákvæmni, hefur sænska skáldið hvað þetta varðar tví-
mælalaust á réttu að standa.69 En Róbert hefur í túlkun sinni bent
okkur svo oft á ónákvæmni Strindbergs að lesandi sem veit ekki
betur hlýtur að draga þá ályktun að sænska skáldið hafi einnig
rangt fyrir sér um kvenréttindakröfu Brúðuheimilis. I útleggingu
Róberts reynist helsti andstæðingur kvenfrelsismálsins og Brúðu-
heimilis þannig hafa misskilið leikverkið jafn illilega og stuðnings-
menn þess. Það sem drífur Strindberg áfram í áralangri árás sinni
á Brúðuheimili og liðsmenn þess reynist samkvæmt algildistúlkun
Róberts ekki vera andfemínismi hans heldur siðferðiskenndin,
ekki einu sinni siðferðiskennd andfemínista heldur okkar allra.
67 Róbert H. Haraldsson, „Alvarlegar samræður", s. 65. Þar sem Róbert virðist
líta á sig sem einhvers konar sendiboða ætlunar Ibsens skal bent á að leikskáldið
var ekki þeirrar skoðunar að „gjáin milli alvarlegra orða og alvarlegra viðfangs-
efna“ væri helsta siðferðilega vandamál Brúðuheimilis: „Nú orðið er ekki deilt
um fagurfræðilegt gildi leikritsins heldur um það siðferðilega vandamál sem þar
er sett fram. Mér var ljóst að það myndi vekja mótmæli úr ýmsum áttum; ef
almenningur á Norðurlöndum hefði verið svo langt kominn að allir væru á einu
máli varðandi þetta vandamál þá hefði verið óþarfi að skrifa bókina.“ (Bréf
Ibsens til Eriks af Edholm, 3. jan. 1880, Henrik Ihsen Brev 1845-1905, Ósló:
Universitetsforlaget 1979, s. 248) Þótt Ibsen segi ekki beinum orðum hvert
siðferðilegt vandamál Brúðuheimilis sé er ljóst að það er ekki sú gjá sem Róbert
vill vera láta.
68 Róbert H. Haraldsson, „Alvarlegar samræður“, s. 65.
69 Þrátt fyrir óheflaðan stíl hefur Strindberg á tíðum næmt auga fyrir andstæðu-
pörum Brúðuheimilis, til dæmis þegar hann leggur Helmer eftirfarandi ásökun
í munn: „þér gafst betur að vera dúkka mín en vinur.“ (Strindberg, „Giftas
I—II“, s. 16, þýðing Róberts, s. 64) Nóra hefur ekki lengur áhuga á því að vera
dúkka eiginmanns síns, heldur vill hún vera vinur hans, maki, jafningi.