Skírnir - 01.10.2009, Page 149
SKÍRNIR
FRÁ KVENNAMÁLI TIL EILÍFÐARMÁLS
403
Þar með er kvenfrelsismálið ekki aðeins horfið úr Brúðuheimili
Ibsens heldur sömuleiðis úr gagnrýni Strindbergs.
I beinu framhaldi af umfjöllun sinni um gagnrýni Strindbergs
skrifar Róbert: „Það sem hefur komið mér mest á óvart í skrifum
um Brúbuheimili er hversu mikillar andúðar gætir víða í garð
Nóru.“70 Andúð Strindbergs á Nóru kemur Róberti í opna skjöldu
og virðist honum á misskilningi byggð. Þeim sem hefur einhverja
innsýn í þá andstöðu sem kvenfrelsi mætti á þessum tíma ætti ekki
að koma á óvart að kona, sem fórnar eiginkonu- og móðurhlut-
verkinu og krefst réttarins til að þroska sjálfa sig sem manneskju,
hafi mætt töluverðri andúð. En þar sem Róbert tekur ekki tillit til
samfélagsgerðar þess tíma og telur, ólíkt flestum samtímamönnum
Ibsens, verkið ekki snúa að málefnum kvenna, heldur að gjánni á
milli alvarlegra orða og alvarlegra viðfangsefna, hlýtur andúðin í
garð Nóru að vera honum ráðgáta.
Róbert vitnar í nokkra aðra hluta úr uppgjöri Nóru við eigin-
mann sinn. Algildisnálgun hans, óháð tíð og tíma, gerir það hins
vegar að verkum að öll merki um kvenfrelsismálið fjara út. I stað
þess að skoða að hvaða leyti uppreisnin snertir vangaveltur um
stöðu kvenna í samfélaginu sem Nóra býr í tengir Róbert uppreisn
Nóru við uppreisn 17. aldar heimspekings og vísindamanns gegn
kennivaldi lærifeðra sinna: „Sú ákvörðun sem Nóra tekur í loka-
uppgjöri sínu við Helmer er keimlík þeirri afdrifaríku ákvörðun
sem René Descartes tók í skóla. [...] Með því að rísa upp gegn
hefðar- og kennivaldi öðlast Nóra, líkt og Descartes forðum,
skýra og örugga vissu, sína eigin rödd.“71 Fyrri yfirlýsing Nóru —
„Ég verð að standa ein ef ég á að öðlast skilning á sjálfri mér og
umheiminum. Þess vegna get ég ekki verið hjá þér lengur.“77 — er
kynbundnari en samanburðurinn við Descartes gefur til kynna.
Umheimurinn sem Nóru, ófullveðja húsmóðurina, skortir skiln-
ing á er heimurinn utan heimilisins, veröld karlmannsins og hún
veit að Helmer hefur á réttu að standa þegar hann segir hana
70 Róbert H. Haraldsson, „Alvarlegar samræður", s. 66, nmgr. 42.
71 Sama rit, s. 72.
72 Henrik Ibsen, „Brúðuheimili“, Leikrit II, þýð. Einar Bragi, Reykjavík:
Ibsensútgáfan 1995, s. 121-208, hér s. 203.