Skírnir - 01.10.2009, Page 151
SKÍRNIR
FRÁ KVENNAMÁLI TIL EILÍFÐARMÁLS
405
Sama ár og Ibsen birti Brúðuheimili víkur vinkona hans, kven-
frelsisskáldið Camilla Collett, að slíkum skoðunum:
Því hefur verið slegið föstu að köllun kvenna sé hjónabandið, fjölskyldu-
lífið; hið „sanna, fagra verkefni þeirra í lífinu", hin „heilaga og háleita
köllun“ þeirra eins og prestarnir komast gjarnan að orði.76
Brotthvarfföðurins
Tvær aðrar fullyrðingar úr uppgjöri Nóru sem Róbert gerir að
umtalsefni falla með stuttu millibili. Fyrri setningin leiðir hann út
í umræðu um mislestur Strindbergs á Brúðuheimili. Þá síðari notar
hann til að ræða sjálfhverfu og orðagjálfur Helmers. Róbert að-
skilur fullyrðingarnar (sem hann vitnar í og ég hef skáletrað hér
fyrir neðan) sem eru þó hluti af sömu samræðunum sem hljóma
svo í heild sinni:
NÓRA: Við höfum nú verið gift í átta ár. Hefurðu ekki tekið eftir að
þetta er ífyrsta sinn sem við tvö, þú og ég, maður og kona, tölum alvar-
lega saman?
HELMER: Ja, alvarlega — hvað áttu við?
NÓRA: í átta ár samfellt —já, lengur — alveg frá okkar fyrstu kynnum
höfum við aldrei skipst á alvarlegu orði um alvarleg efni.
HELMER: Hefði ég sí og æ átt að innvígja þig í áhyggjur sem þú gast
hvorteð er ekki borið með mér?
NÓRA. Ég er ekki að tala um áhyggjur. Ég segi að við höfum aldrei setið
saman og reynt í alvöru að komast til botns í einu né neinu.
HELMER: En elsku Nóra mín, hefði það verið eitthvað við þitt hæfi?
NÓRA. Þarna kemur það. Þú hefur aldrei skilið mig. — Ég hef verið beitt
miklum órétti, Torvald. Fyrst af pabba, síðan þér.
HELMER: Ha? Af okkur tveim — okkur tveim sem höfum elskað þig
heitar en allir aðrir?
NÓRA hristir höfuðið: Þið hafið aldrei elskað mig. Ykkur fannst bara
gaman að vera ástfangnir af mér.
HELMER: En Nóra, hvað læturðu útúr þér?
76 Camilla Collett, „Forord til tredje udgave" (1879), „Amtmandens dotre",
Samlede Verker, 1. bindi, Kristíanía: Gyldendal 1912, s. 239-242, hér s. 241.
77 H. Ibsen, „Brúðuheimili", s. 201-202.