Skírnir - 01.10.2009, Page 152
406
DAVÍÐ KRISTINSSON
SKÍRNIR
NÓRA: Já, það er nú svona, Torvald. Þegar ég var heima hjá pabba rakti
hann fyrir mér allar sínar skoðanir, og svo hafði ég sömu skoðanir og
hann; væri ég annarrar skoðunar hélt ég því leyndu; því að það hefði
honum ekki geðjast. Hann kallaði mig brúðubarnið sitt og lék sér að
mér eins og ég lék mér að brúðunum mínum. Þaðan kom ég í húsið
þitt.77
Róbert notar ásökun Nóru til að ræða óumdeilda sjálfhverfu
Helmers og álítur ásökunina vera til marks um að hún sé orðin
meðvituð um orðagjálfur eiginmannsins. Þótt Róberti sé ljóst að
Nóra klagi þessu „uppá föður sinn og Helmer“ og álíti að Nóra sé
hér „sérstaklega nákvæm í orðavali sínu“ hverfur faðir hennar úr
túlkun Róberts.78 Hann hefur leitt í ljós orðagjálfur Helmers en
hvorki Róbert né leikritið leiða líkur að því að sama orðagjálfrið
hafi einkennt föðurinn og því væri lítt sannfærandi að Nóra sé að
saka þá um það eitt. Séu skáletruðu hlutarnir hér á undan skoðaðir
í samhengi sínu sjáum við hvernig ásökun Nóru um skort á alvar-
legum samræðum leiðir að kjarna málsins: Það sem Nóru finnst
óréttlátt er að Helmer hafi allt frá kynnum þeirra, og faðir hennar
á undan honum, komið fram við sig líkt og væri það ekki við
hennar hæfi að ræða undirstöðuatriði. Tilvitnunin hér fyrir ofan
sýnir að ástæðan er kynbundin: Helmer finnst óviðeigandi að inn-
vígja Nóru í áhyggjuefni sín eða ræða við hana um grundvallar-
atriði vegna þess að hún er kona.79 Það sem faðir Nóru á sameig-
inlegt með Helmer er síður sjálfhverfan en óréttmæt meðferð
þessara fulltrúa feðraveldisins á kvenkyns einstaklingnum Nóru,
fyrst í föðurhúsum og svo hjá Helmer, sem meðhöndlar eigin-
konu sína eins og hálfgjört barn. I báðum tilvikum hefur hún sam-
samað sig ógagnrýnið skoðunum þeirra, eins og til var ætlast, og
haldið sjónarmiðum sínum leyndum.
Ásakanir Nóru eru nátengdar umræðu þess tíma um málefni
kvenna, samband föður og dóttur, eiginmanns og eiginkonu.80
78 Róbert H. Haraldsson, „Alvarlegar samræður", s. 59.
79 Nóra tengdir sömuleiðis kröfuna um alvarlegar samræður kyni sínu þegar hún
segir „við tvö, þú og ég, maður og kona“ (H. Ibsen, „Brúðuheimili", s. 201).
80 Víða í leikritum Ibsens er vikið að þessum vanda. I uppkasti að Afturgöngum,
hjónabandsverkinu sem fylgdi í kjölfar Brúðuheimilis, skrifar Ibsen (Samlede