Skírnir - 01.10.2009, Page 153
SKÍRNIR
FRÁ KVENNAMÁLI TIL EILÍFÐARMÁLS
407
Það þótti ókvenlegt af konu að verja eigin skoðanir af ástríðu.
Camilla Collett orðar þetta svo: „sjálfsvirðingu þeirra [...] var haldið
niðri með skipulegum hætti; heimilis- og trúaruppeldið hafði frá
blautu barnsbeini innrætt þeim meginákvæði hins opinbera kven-
leika: þjást og þegja“ .81 Aldarfjórðungi áður en Brúðuheimili leit
dagsins ljós hafði Collett gagnrýnt borgaralegt uppeldi sem elur á
„kvenleika sem sér fyrirmynd sína í óvirkni, þegjandahætti sem
brýtur þær allar niður í brúður og vélmenni."82 í sömu skáldsögu
gagnrýndi hún stúlknauppeldi „sem virðist hafa sett sér það mark-
mið að afmá sérhvert ummerki um einstaklingseðlið, kæfa sér-
hvern sjálfstæðan lífsneista".83 Og tveimur árum fyrir heimsfrum-
sýningu Brúðuheimilis gagnrýnir Collett kvenpersónur norskra
rithöfunda: „Fyrirmynd kvenleikans hefur [falist] í afsali sjálfs-
• «84
ms.
Uppeldi stúlkna ýtti undir eiginleika á borð við óvirkni og
ósjálfstæði sem voru lofaðir í nafni kvenleikans. Eftir að þær voru
gefnar ungar í hjónaband hélt eiginmaðurinn ósjaldan kæfandi
uppeldi foreldranna áfram: „Það er þetta sem karlmönnum — og
margir þeirra eru úrvalsmenn — er ekki enn orðið ljóst: í stað þess
að hvetja og efla þann vott af einstaklingseðli sem mögulega gæti
fyrirfundist hjá ungum eiginkonum þeirra, reyna þeir í snarheit-
um að útrýma því og afmá.“85 Nóra yfirgefur Helmer sem telur
það ekki hæfa konu sinni að reyna að komast til botns í neinu og
hefur engan áhuga á samlífi við sjálfstæðan einstakling: „hallaðu
þér bara að mér; [...] ég skal leiðbeina þér. Eg væri þá ekki
karlmaður ef kvenlegt bjargarleysi þitt gerði þig ekki enn meira
heillandi í mínum augum.“86 Jafnvel eftir vitundarvakningu Nóru
verker, 19. bindi, s. 136): „Þessar nútímakonur, sem hafa fengið illa meðferð
sem dætur, systur og eiginkonur, eru ekki aldar upp í samræmi við gáfur sínar,
þeim er haldið frá köllun sinni, þær eru sviptar arfi sínum og eru bitrar í lund“.
81 Camilla Collett, „For og nu“ (1885), Samlede Verker, 3. bindi, s. 247.
82 Camilla Collett, „Amtmandens dotre“, s. 395.
83 Sama rit, s. 273.
84 Camilla Collett, „Kvinden i literaturen" (1877), Samlede Verker, 2. bindi, s.
377.
85 R. Schenström, Max Nordau, Henrik Ibsen och kvinnofrdgan, Stokkhólmur
1896, s. 5-6.
86 H. Ibsen, „Brúðuheimili", s. 199.