Skírnir - 01.10.2009, Qupperneq 154
408
DAVÍÐ KRISTINSSON
SKÍRNIR
býður Helmer henni að „vera bæði vilji þinn og samviska."87 Segja
má að ástæða þess að Nóra yfirgefur hann sé að „eiginmaður
hennar, þrátt fyrir að hann hafi margar góðar hliðar, kæfir ein-
staklingseðli hennar í stað þess að rækta það, þar eð hann svíkur
æðstu skyldu ástarinnar: að kappkosta að gera þann sem maður
elskar að frjálsum, vakandi og göfugum persónuleika.“88 I and-
stöðu við þessa hugsjón er Helmer í hópi þeirra borgaralegu karl-
manna sem komu fram við eiginkonur sínar „eins og dúkkur sem
ætlað er að skemmta þeim í frítímanum“.89 A dánarári Ibsens hitti
sænski blaðamaðurinn Torsten Fogelqvist naglann á höfuðið þegar
hann skrifar með hliðsjón af Brúbuheimili:
Hið hefðbundna hjónaband er ekki frjálst bandalag tveggja einstaklinga.
Sterkari aðilinn hindrar þann veikari í persónulegri þróun sinni, afklæðir
konuna einstaklingseðli sínu og gerir hana hluta af sjálfum sér. Það að
konunni takist sjaldnast að verja sig gegn þessari [...] andlegu nauðgun,
kemur til af því að hún er meðhöndluð eins og barn, hálffullorðin, ófull-
gerð og hjúskaparstaða hennar í samræmi við það. Uppeldi hennar bygg-
ist á því að bíða eftir manninum; hún fær ekki tækifæri til að mynda sér
eigin afstöðu, eigin karakter. Það er því eigi að undra að hún sökkvi svo
auðveldlega úr hæðum persónuleikans niður á hlutarins plan.90
Andstæða alvörunnar, sem Nóra gerir tilkall til, er leikurinn. I
framhaldi af ásökunum sínum í garð Helmers og föður síns bætir
hún við: „Eg hef lifað á að leika fyrir þig, Torvald. [...] Hér hef ég
verið brúðukonan þín eins og ég var brúðubarnið hans pabba
heima."91 Þetta er með öðrum orðum saga konu sem hefur frá
blautu barnsbeini, fyrst á æskuheimilinu og síðar á hjúskapar-
87 Sama rit, s. 200.
88 R. Schenström, Max Nordau, Henrik Ibsen och kvinnofrágan, s. 6. Sjá einnig
Robinson (duln. Urbans von Feilitzen, Ibsen och áktenskapsfrágan, Stokk-
hólmur 1882, s. 76): „Hugmyndin [...] í Brúduheimili er þessi: Markmið ástar
manns og konu er að frelsa persónuleika manneskjunnar.“ I bréfi til Feilitzens
(Róm 13. jan. 1883) segir Ibsen (Samlede verker, 17. bindi, s. 498) bók þess
fyrrnefnda „mikla og ómetanlega hjálparhönd til skilnings á skrifum mínum“.
89 Amalie Skram, „En Betragtning over ,Et dukkehjem‘“, Dagbladet 19. jan. 1880.
90 Torsten Fogelqvist, Henrik Ibsen i hans förhállande till samhálle och sam-
hállsproblem, Stokkhólmur: Albert Bonnier 1906, s. 48.
91 H. Ibsen, „Brúðuheimili“, s. 202.