Skírnir - 01.10.2009, Page 156
410
DAVÍÐ KRISTINSSON
SKÍRNIR
huga útivinnandi eiginmanna frá alvöru lífsins. Borgarastéttin var
með starfsfólk sem sá um bróðurpart vinnunnar á heimilinu og
dömurnar gátu því helgað sig leiknum líkt og Nóra „sem þekkir
sjálf svo lítið til þunga og erfiðleika lífsins“9é Borgaralega hús-
móðirin hafði þannig mikinn tíma til ráðstöfunar en það þótti hins
vegar ekki við hæfi að hún væri að þroska sjálfa sig óhóflega eða
að kafa of djúpt ofan í hlutina.
Hið undursamlegasta
Annað mikilvægt atriði í lokauppgjöri Nóru sem Róbert gerir að
viðfangsefni er hugmyndir hennar um „hið undursamlega" og
„hið undursamlegasta“. Samkvæmt algengri túlkun vísar hið fyrra
m.a. til þess hugarfósturs Nóru að karlmennið Helmer muni bjarga
henni — „Þú skalt sjá að ég er maður til að taka allt á mig“97 — í
samræmi við þá riddararómantík sem fjötrar hana fyrir umbreyt-
inguna. Hið síðara vísar til þeirrar vonarglætu hinnar umbreyttu
Nóru að þau hjónin geti í framtíðinni hist sem frjálsir jafningjar.
Þótt Róbert viðurkenni að þessi hefðbundna túlkun „virðist [...]
blasa við“ færir hann rök fyrir því að báðar hugmyndir Nóru snú-
ist, eins og leikritið í heild sinni, um orðagjálfur. „Ibsen hefur
fyrst og fremst dregið fram og undirstrikað orðagjálfur Helmers"
skrifar Róbert fyrr í grein sinni og undirstrikar lengst af orða-
gjálfur eiginmannsins.98 I umfjöllun um hið undursamlega leggur
hann hins vegar áherslu á að orðræða Nóru hafi fyrir uppgjörið
einnig á stundum einkennst af orðagjálfri.99 Róberti virðist mikil-
vægt að Nóra „beinir ásökunum sínum þannig að þeim báðum,
96 H. Ibsen, „Brúðuheimili", s. 134.
97 Sama rit, s. 166.
98 Róbert H. Haraldsson, „Alvarlegar samræður", s. 61.
99 Meðal dæma sem Róbert tekur í þessu samhengi er notkun Nóru á hugtakinu
„ókunnugur". Hér fer Róbert á mis við hið kynbundna í mati konunnar Nóru
á lánadrottnum: „Hvern varðar um það! Ókunnugt fólk.“ (H. Ibsen, „Brúðu-
heimili", s. 125) Helmer þykir mat Nóru augljóslega vera kynbundið því við-
brögð hans eru: „Nóra, Nóra, þú ert ósvikinn kvenmaður!" Lánadrottnarnir
eru með öðrum orðum ókunnugir vegna þess að þeir eru hluti af heiminum
utan heimilisins, heimi karlmannsins.