Skírnir - 01.10.2009, Page 157
SKÍRNIR
FRÁ KVENNAMÁLI TIL EILÍFÐARMÁLS
411
ekki honum einum."100 Hjónin eiga sem sagt framan af við sama
vandann að stríða: orðagjálfur. Og orðagjálfur tengist á engan hátt
hjúskaparstöðu Nóru — „Slíkt orðagjálfur er auðvitað hvorki
bundið stöðu né samfélagsformi"101 — því það er persónuein-
kenni. Með þessari túlkun losnar Róbert við hið kynbundna í
hugmyndinni um „hið undursamlega". Það virðist blasa við að
hugmyndin tengist sjálfsmynd Nóru fyrir umbreytinguna og
draum hennar um riddaradáð Helmers sem staðfesta muni ást
hans á henni með því að bjarga ófullveðja konu í „lífshættu".
Túlkun Róberts er á annan veg: „Hið undursamlega þarf því ekki
að merkja athöfn af ákveðnu tagi (fórnarathöfn) heldur hitt að
athafnir og orð fari saman, að gjáin milli orða og viðfangsefnis hafi
verið brúuð, að samræður þeirra hjóna verði alvarlegar."102 Með
því að úthýsa fórnarumræðunni kemst Róbert hjá því að ræða hið
tvöfalda siðgæði sem kemur upp á yfirborðið þegar Nóra upp-
götvar að hinum sjálfhverfa Helmer dytti ekki í hug að fórna sér
fyrir hana þótt hún hafi með undirskriftarfölsun fórnað æru sinni
til að bjarga heilsutæpu lífi hans. Og jafnvel þótt Helmer sé orðinn
meðvitaður um að hún hafi gert það „af ást“ til hans,103 kemur í
ljós að hann myndi aldrei gera hið sama fyrir hana.
HELMER: [...] enginn fórnar æru sinni fyrir þann sem hann elskar.
NÓRA: Það hafa hundruð þúsunda kvenna gert.104
Hvergi í uppgjöri Nóru er skýrara að vangaveltur hennar um þau
hjónin, „við tvö, þú og ég, maður og kona“, afmarkast ekki við
þau tvö heldur snerta þær um leið hegðun karlmannsins Helmers
og konunnar Nóru, og þar með hegðun fjölmargra annarra kvenna
og karla í samfélagi þar sem konur voru frá unga aldri aldar upp
við að fórna sér fyrir aðra og hugsa síðast um sig sjálfar.
Hvað efsta stigið, „hið undursamlegasta", varðar útskýrir hin
umbreytta Nóra fyrir Helmer hvað þyrfti að koma til: „Þá yrðu
100 Róbert H. Haraldsson, „Alvarlegar samræður", s. 70.
101 Sama rit, s. 56.
102 Sama rit, s. 69—70.
103 H. Ibsen, „Brúðuheimili", s. 199.
104 Sama rit, s. 206.