Skírnir - 01.10.2009, Síða 158
412
DAVÍÐ KRISTINSSON
SKÍRNIR
bæði þú og ég að breyta okkur þannig að [...] samlíf okkar gæti
orðið hjónaband."105 I túlkun Róberts þýðir þetta að orðagjálfri
þeirra hjóna þurfi að ljúka. Hið undursamlegasta snýr því ekki að
þeim möguleika að þau hjónin muni hittast í framtíðinni sem frjáls-
ir jafningjar, og hefur því lítið með skort á jafnræði að gera, held-
ur snýst um það „að orðagjálfrinu ljúki, að það sem er gefið saman
nái saman aftur.“106
Með þessum hætti hvítþvær Róbert smám saman Brúbuheimili
af kvenfrelsismálinu og þegar greininni lýkur hlýtur lesandi sem
ekki veit betur að furða sig á því að nokkurri manneskju hafi
dottið í hug að leikritið snerti kvenfrelsismálið eða stæði í ein-
hverjum tengslum við fulltrúa þess á borð við Camillu Collett sem
átti sér fáeinum árum fyrir tilurð Brúduheimilis eftirfarandi hug-
sjón: „Markmiðið er að kappkosta að umskapa þetta leikbrúðulíf
sem rangt uppeldi, röng trúrækni, rangar hugmyndir um kven-
leika hafa vígt þær í allt frá fæðingu, svo þær endurheimti sann-
kallað manneskjulegt líf.“107
Nokkrum árum síðar gagnrýnir Róbert á ný femínískar túlk-
anir Brúðuheimilis. I grein um Þjóðníðing Ibsens gagnrýnir hann
þá túlkendur sem „vísa til félagslegra, pólitískra og efnahagslegra
aðstæðna (samhengis). Brúðuheimili [...] Ibsens er þá lesið alfarið
sem verk sem berst fyrir auknum réttindum og bættum skilyrðum
kvenna, en ekki sem verk sem talar beint til hjartans og kallar eftir
betra hjónabandi“.los Róbert setur lesandanum bersýnilega afar-
kosti þegar hann ýjar að því að leikverk sem „kallar eftir betra
hjónabandi" geti ekki um leið verið „verk sem berst fyrir auknum
réttindum og bættum skilyrðum kvenna“.109 Algildistúlkun hans
105 Sama rit, s. 208.
106 Róbert H. Haraldsson, „Alvarlegar samræður", s. 71.
107 C. Collett, „Til Hr. B. C. — Forfatteren af 0iebliks-Fotografier“, Samlede
Verker, 2. bindi, s. 510. Bókin sem Collett bregst hér við kom út í
Kaupmannahöfn 1874.
108 Róbert H. Haraldsson, „Fjandmaður fólksins. Sannleikur og samhengi“, s.
118-119.
109 Sjá gagnrýni á þessa og aðra sambærilega afarkosti Róberts í: Davíð Krist-
insson, „Milli Guðs og fjöldans. Um Frjálsa anda eftir Róbert H. Haralds-
son“, Hugur 2006, s. 155-218, hér s. 214.