Skírnir - 01.10.2009, Page 159
SKÍRNIR
FRÁ KVENNAMÁLI TIL EILÍFÐARMÁLS
413
hunsar stöðu borgaralegra eiginkvenna á 19. öld. Það er persónu-
einkennið orðagjálfur sem hrjáir Helmershjónin og aukin réttindi
eða bætt skilyrði kvenna eru því ekki forsendur bætts hjónabands.
Hins vegar er ljóst að Ibsen áleit þetta tvennt ekki vera algjörlega
aðskilið eins og kemur fram í beiðni, sem hann undirritaði ásamt
þremur skáldbræðrum sínum. Vorið 1884 sendu fjórmenningarnir
Stórþinginu beiðni um að giftar konur fengju aðskilinn eignarrétt,
en samkvæmt þágildandi hjúskaparlögum hafði eiginmaðurinn
forræði fyrir sameiginlegum eignum hjónanna, arfi konunnar og
mögulegum tekjum hennar. I beiðni skáldanna stendur meðal
annars: „Hún þarf að vita og skynja að þegar hún gengur í hjóna-
band hafi hún sömu lagalegu réttindi og karlmaðurinn. Bæði
munu hagnast á þessu siðferðilega og líklegra er að sambúðin fái
frá fyrstu tíð sannan virðuleikablæ. Jafnréttistilfinningin mun einnig
styrkja ástina, sé hún til staðar."110 Þegar öllu er á botninn hvolft
eru þetta tvær hliðar á sama peningi þar sem að hugmyndir mann-
veru um ást tengjast uppeldi hennar, hjúskaparréttindum, fjár-
hagslegu sjálfstæði o.fl. Andstætt því sem eilífðartúlkun Róberts
gefur í skyn sýna bréfaskriftir höfundar Brúbuheimilis að hann var
ekki að fjalla um hjónabandið óháð tíð og tíma heldur um birt-
ingarmynd hjónabandsins (innan borgarastéttarinnar) í samtíma
sínum. Ibsen segir leikritið „snerta málefni sem eru sérlega mikil-
væg á líðandi stundu",* * 111 „nútímaaðstæður og vandamál innan
hjónabandsins".112 Hluti þessa vanda var ófullveðja staða eigin-
konunnar á tímum þar sem konur voru kúgaðar efnahagslega,
félagslega, lagalega, pólitískt, andlega, hugmyndafræðilega og sið-
ferðilega.
Öll ummerki þess eru hins vegar horfin úr útleggingu Róberts
sem þarfnast ekki hugtaka á borð við „kúgun“, „óréttlæti“ og „tví-
skinnung". Að þessu leyti greinir hann sig frá þeim íslensku leik-
110 Bj^rnstjerne Bjornson, „Den gifte Kvindes Særeje“ (Skrivelse fra Digterne
Bjornson, Ibsen, Lie og Kielland), De gode gjeminger redder verden, Ósló:
Gyldendal 1982, s. 62.
111 H. Ibsen, Bréf til Frederiks Hegel, Amalfi 2. sept. 1879, Samlede verker, 17.
bindi, s. 357.
112 Bréf til Edmunds Gosse, Róm 4. júlí 1879, sama rit, s. 353.