Skírnir - 01.10.2009, Page 160
414
DAVÍÐ KRISTINSSON
SKÍRNIR
dómurum sem álitu Ibsen hafa manna gleggstan skilning á undir-
okun konunnar bæði á heimilinu og í þjóðfélaginu. Þeir skynjuðu
í leikritinu ranglæti, tvöfeldni í siðgæði og andlegt ofbeldi. Meira
að segja Halldór Halldórsson áleit Nóru vera skólabókadæmi um
kúgaðan einstakling sem heyr réttindabaráttu. Eins og öll önnur
kvenfrelsismál fjara einnig þessi út í útleggingu Róberts.
Hér mætti ef til vill segja Róberti til varnar að þar sem að hann
iðkar fyrst og fremst heimspeki einstaklingsins sé ekki við því að
búast að hann veiti félagslegum fyrirbærum á borð við valdaójafn-
vægi og óréttlæti sérstaka athygli. Hvað sem því líður er þó sláandi
að Róbert — helsti talsmaður persónuleikans í íslenskri heim-
speki, þroskahugsjónarinnar, þess að sérhver rækti og fullkomni
einstaklingseðli sitt, fylgi köllun sinni, leyfi persónuleika sínum að
koma í ljós — skuli, ólíkt þorra íslenskra leikdómara, horfa alfarið
framhjá því að Brúðuheimili Ibsens snúi að „frelsun kvenna í besta
skilningi: að kalla fram einstaklingseðli þeirra."113
Rétturinn til að þroska einstaklingseðlið
Það er einmitt krafa konunnar Nóru um að hafa sama rétt til að
þroska einstaklingseðli sitt og karlkyns maki hennar sem sýnir
ótvírætt að Ibsen hafi með Brúðuheimili lagt þungt lóð á vogarskál
kvenfrelsishreyfingarinnar. Skömmu eftir heimsfrumsýningu
leikritsins skrifar danski rithöfundurinn Marie Carlsen:
Því verður ekki neitað að verk Ibsens er innlegg í kvenfrelsismálið og
beinist einkum gegn ósjálfræði kvenna í hjónabandinu. [...] Með aðgerð
sinni krefst Nóra þess sem er kjarninn í máli okkar: réttarins til að þroska
einstaklingseðlið. Þann rétt setur hún ofar öllu öðru, og það með réttu,
því manneskja, sem verður fyrir því að einstaklingseðli hennar er smánað
og persónuleiki hennar kúgaður, getur aldrei orðið fyrir sjálfa sig og aðra
það sem henni ber. Því er það bæði réttur kvenna og skylda að reyna að
brjótast til persónuleika með þeim hætti sem hentar best kröfum þeirra og
hæfileikum, jafnvel þótt þessi barátta kunni að leiða til árekstrar við ein-
stök smámenni og smátengsl.114
113 R. Schenström, Max Nordau, Henrik Ibsen och kvinnofrdgan, s. 5.
114 Marie Carlsen, Morgenbladet 14. feb. 1880.