Skírnir - 01.10.2009, Síða 161
SKÍRNIR
FRÁ KVENNAMÁLI TIL EILÍFÐARMÁLS
415
Á dánarári Ibsens kemst Torsten Fogelqvist svo að orði, að með
Nóru,
sem eftir að hafa lifað í stofulofti og tómleika yfirgefur mann og börn til
þess að ala sjálfa sig upp í það að verða manneskja, smeygir Ibsen tund-
urskeyti undir hjónaband feðraveldisins. í ljósi þessa verður að segja
Brúðubeimili snerta kvenfrelsismálið. Sérhver réttnefndur talsmaður
persónuleikans hlýtur að álíta feðraveldið óskapnað því það brýtur í bága
við þá meginreglu persónuleikans, sem í kjölfar Kants hefur gegnsýrt
siðfræði nútímans: að meðhöndla sérhverja manneskju sem markmið í
sjálfu sér fremur en sem meðal fyrir aðra.115
Árið eftir skrifar Ingeborg Selchau um kröfu Nóru í tilefni af
hundruðustu sýningu Brúbuheimilis í Konunglega leikhúsinu:
Mér fannst sláandi hversu margfalt djúpskyggnari [...] Ibsen reynist vera í
þessari setningu miðað við samtímamenn sína. Því hversu mörgum [...] ætli
sé fullkomlega ljóst að konan er fyrst og fremst manneskja — og því næst
kona. [...] Að þróun persónuleika og einstaklingseðlis kvenna, það sem er
almennt mannlegt og óháð sérhverjum kynjamun — að einmitt þetta er, eða
ætti að vera, hið verðmætasta, hið eiginlega hjá þeim, grundvallaratriðið?116
Skömmu síðar tók stofnandi Kvenfélags Danmerkur, Fredrik Bajer,
upp þráðinn:
Þegar ég las [grein Selchau] sló það mig einnig að þessi sýn [...] er í raun
grundvöllur gervalls kvenfrelsismálsins. [...] Og þessi hugsýn — að feg-
ursti helmingur viti gæddra vera á hnettinum sé fyrst og fremst mann-
eskjur, því næst konur, og ekki eins og ávallt hefur verið litið á þær, fyrst
og fremst sem konur og því næst sem manneskjur — þessi hugsýn [...]
kenndi mér á svipstundu að sjá með réttum augum þessa óverðugu hálf-
mennsku sem fólska karlanna hefur alla tíð dirfst að halda konunum í.117
Hin endurfædda Nóra er að eigin mati fyrst og fremst einstök,
einstaklingur, fyrir sig, og aðeins aukreitis fyrir aðra. Þessi bylt-
115 Torsten Fogelqvist, Henrik Ibsen i hans förhdllande till samhdlle och sam-
hallsproblem, s. 49.
116 Ingeborg Selchau, „Betty Hennings — Nora“, Kvinden og samfundet 3/1907,
s. 19.
117 Fredrik Bajer, „Om Kvindekonnets naturlige Hojhed", Kvinden og samfund-
et 6/1907, s. 44-45.