Skírnir - 01.10.2009, Side 169
SKÍRNIR NORRÆNT ÖRYGGIS- OG VARNARSAMSTARF 423
tímum kom bandarískur her til Islands árið 1951, í kjölfar Kóreu-
stríðsins, til að sinna vörnum fyrir hönd NATO
Þegar Kalda stríðinu lauk fóru norrænu ríkin einnig ólíkar
leiðir. Danir gerðu grundvallarbreytingu á varnar- og öryggisstefnu
sinni og komust að þeirri niðurstöðu árið 1998 að engin hernaðar-
leg ógn steðjaði að Danmörku næstu tíu árin.7 Sú stefna hefur
haldið síðan með þeirri breytingu að í stað „næstu tíu árin“ segir nú
„í náinni framtíð".8 Vegna þessa færðu Danir áherslur sínar alfarið
frá svæðisbundnum vörnum og yfir í þátttöku í alþjóðlegum að-
gerðum á vegum alþjóðasamtaka eða svæðisbundinna stofnana.
Danir leggja því áherslu á varnar- og öryggismálastarf innan Sam-
einuðu þjóðanna og eru mjög virkir innan NATO.9 Hins vegar hafa
Danir, sem hafa verið aðilar að Evrópusambandinu frá árinu 1973,
gert fyrirvara við varnarhluta ESB.10 Þessu vilja danskir stjórnmála-
menn, bæði á hægri og vinstri vængnum breyta, meðal annars á
þeim forsendum að þeir vilji hafa áhrif á stefnu ESB í öryggis- og
varnarmálum.11 Einhver bið gæti þó orðið á því að fyrirvarinn við
varnarhlutann verði felldur úr gildi, enda málið umdeilt í Dan-
mörku og þjóðaratkvæðagreiðslu þyrfti til.12
Áhersla Dana á þátttöku í alþjóðlegum aðgerðum hefur al-
mennt mætt velvilja heima fyrir að undanskilinni þeirri ákvörðun
danskra stjórnvalda að stilla sér upp við hlið George W. Bush,
þáverandi forseta Bandaríkjanna, við innrásina í Irak árið 2003.
Danska þingið staðfesti ákvörðunina með naumum meirihluta, en
slík vinnubrögð eru sjaldgæf í svo viðamiklum málum þar í landi
7 Fremtidens forsvar 1998. Forsvarskommissionen er varnarmálanefnd skipuð
fulltrúum allra flokka á þingi, fræðimönnum og fulltrúum frá hernum.
8 Dansk forsvar. Globalt engagement 2009.
9 Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Dana, er nú fram-
kvæmdastjóri NATO.
10 Viðtöl við danska fræðimenn, 27. maí og 28. maí 2009. Varnarhluti samkomu-
lagsins við Evrópusambandið mætti mikilli andstöðu þegar samið var um aðild.
Danir felldu aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1992, en samþykktu
hann árið 1994 með fjórum fyrirvörum. Um fyrirvarana má lesa hér:
http://www.eu-oplysningen.dk/dokumenter/traktat/eu/edinburgh/.
11 Viðtal við Hans Christian Thoning, formann varnarmálanefndar danska þings-
ins, 26. maí 2009 og viðtal við danskan stjórnmálamann, 26. maí 2009.
12 Viðtal við danskan fræðimann, 27. maí 2009.