Skírnir - 01.10.2009, Page 172
426
HALLA GUNNARSDÓTTIR
SKÍRNIR
andi. Hægri flokkar beggja landa vilja sækja um aðild en hug-
myndin nýtur ekki breiðs pólitísks stuðnings og almenningur
hefur takmarkaðan áhuga. Bæði ríki líta svo á að þau hafi „rifu á
dyrunum“ í átt til NATO og að þau ættu að geta gengið í banda-
lagið með tiltölulega einföldum hætti.20 Finnar eru mun líklegri en
Svíar til að taka ákvörðun um aðildarumsókn „að ofan“ og þar af
leiðandi gæti dregið til tíðinda þar með skemmri fyrirvara. Gangi
Finnar í NATO þykir líklegt að Svíar meti sína stöðu upp á nýtt.
Núverandi forseti Finnlands, Tarja Halonen, er hins vegar and-
snúin aðild að bandalaginu og ljóst er að í hennar valdatíð verður
engin breyting á stefnu Finna gagnvart NATO.
Innan Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands og Noregs ríkir að
mestu samstaða um stóru drættina í varnarmálastefnu hvers ríkis
fyrir sig (að undanskildri þeirri ákvörðun danskra stjórnvalda að
taka þátt í stríðinu í Irak árið 2003). Pólitísk andstaða gegn
NATO í Noregi og Danmörku er ekki mikil í reynd þótt flokk-
arnir sem eru lengst til vinstri séu almennt fylgjandi úrsögn úr
bandalaginu. I öllum ríkjunum er herskylda og ekki er mikið deilt
um fjárútlát til varnarmála. Það er því ljóst að veruleikinn þar er
allur annar en á Islandi, þar sem ekki er haldið úti her og allar
ákvarðanir tengdar varnarmálum eru mjög umdeildar. Þetta skap-
ar Islandi sérstöðu meðal Norðurlandanna og við bætist sú stað-
reynd að Bandaríkjamenn báru ábyrgð á vörnum landsins frá
árinu 1951. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda urðu því takmörkuð
þegar Kalda stríðinu lauk, enda vildu þau halda í óbreytt ástand.21
Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar bandarískra stjórnvalda um að
gera herstöðina að varastöð með lágmarksviðveru og að mestu án
viðbúnaðar, voru íslensk stjórnvöld illa undir þá ákvörðun Banda-
ríkjastjórnar búin að leggja niður herstöðina árið 2006.22
20 Viðtal við finnska embættismenn, 4. febrúar 2009 og viðtal við Juha Korkeoja,
formann varnarmálanefndar finnska þingsins, 5. febrúar 2009.
21 Valur Ingimundarson 2008; Gunnar Þór Bjarnason 2008.
22 Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra, gerði allt hvað hann gat til að halda
bandaríska hernum hér á landi, þar með talið að lýsa yfir stuðningi íslands við
stríðið í Irak og marghóta því að segja upp varnarsamningnum ef dregið yrði
úr herviðbúnaði hér á landi. Ekkert varð af hótununum og beið íslensk utan-
ríkisstefna hnekki, sjá Val Ingimundarson 2008.