Skírnir - 01.10.2009, Page 175
SKÍRNIR NORRÆNT ÖRYGGIS- OG VARNARSAMSTARF 429
Enda þótt samstarfið næði aðeins til þriggja af fimm Norður-
löndum var það ævinlega kynnt sem norrænt samstarf. Skýringin
er sú að samstarf norrænna ríkja er litið allt öðrum augum innan
Norðurlandanna en annars konar hernaðarsamstarf.27 Þetta sætti
nokkurri gagnrýni allt frá upphafi, og á fundi Norðurlandaráðs,
sem haldinn var í Osló 30. október til 1. nóvember 2007, voru
utanríkisráðherrar landanna þriggja spurðir af dönskum fulltrúum
hvernig á því stæði að Danmörk og Island væru ekki með í undir-
búningi samstarfsins. Utanríkisráðherrarnir svöruðu því til að
ekkert kæmi í veg fyrir að löndin öll störfuðu saman í náinni
framtíð.28 Með öðrum orðum er litið svo á að samstarfið standi
öllum opið og að „tilgangurinn sé norrænn".29
íslendingar og Danir urðu síðar aðilar að samstarfinu að nafn-
inu til, en staðreyndin er sú að Danir höfðu takmarkaðan áhuga á
norrænu samstarfi frá upphafi. Espen Barth Eide, aðstoðarvarnar-
málaráðherra Noregs, lýsir því svona:
Varnarmálaráðherra Noregs [Anne-Grete Strom-Erichsen] talaði við
danska ráðherrann en viðbrögðin voru lítil. Síðan talaði hún við sænska
ráðherrann og þá voru viðbrögðin mikil. Þannig þróaðist þetta. Danir
urðu fyrst áhugasamir þegar þeir upplifðu að þeir væru ekki með.30
Danir hafa efasemdir um þetta þríhliða samstarf og hvatana að því,
ekki síst hvað Svía varðar.31 Togstreita milli danska og sænska
hersins á sinn þátt, en þeir fyrrnefndu líta svo á að Svíar vilji öðru
fremur auka veltuna í eigin vopnaiðnaði. Svíar eru eina norræna
ríkið sem sérhæfir sig í vopna- og hergagnaframleiðslu og þótt
Danir kunni að vera óþarflega dómharðir gagnvart Svíum er ljóst
að sænsk stjórnvöld leggja ríka áherslu á sameiginlega vopna-
kaupastefnu. Það hjó því nokkurt skarð í samstarf Noregs og
Svíþjóðar þegar Norðmenn ákváðu eftir langt ferli að snúa sér til
27 Viðtal við sænskan embættismann, 12. mars 2009.
28 Nordisk Rads Sesjonsprotokoll 2007.
29 Viðtal við sænska embættismenn, 12. mars 2009.
30 Viðtal við Espen Barth Eide, aðstoðarvarnarmálaráðherra Noregs, 10. mars
2009.
31 Viðtal við danskan embættismann, 27. október 2009.