Skírnir - 01.10.2009, Page 179
SKÍRNIR NORRÆNT ÖRYGGIS- OG VARNARSAMSTARF 433
Þessi sömu sjónarmið eru algeng á Norðurlöndunum. Oryggis-
málasérfræðingar sem tala gegn loftrýmisgæslu yfir Islandi segja
hana óþarfa, enda sé aðeins um táknræna viðveru erlendra herja að
ræða sem hafi enga raunverulega þýðingu. Meðmælendur loft-
rýmisgæslunnar eru hins vegar á þeirri skoðun að táknræn viðvera
sé mikilvæg. Með henni sé sýnt fram á að svæðið í kringum Island
sé ekki tómarúm. I þessu samhengi er vitaskuld vísað til Rússa, en
á sama tíma og Islendingar tóku við ratsjáreftirlitinu úr höndum
Bandaríkjamanna tilkynnti Vladímír Pútín, þáverandi forseti Rúss-
lands, að rússneski herinn myndi að nýju hefja reglubundið
hernaðarlegt æfingaflug, sem hafði legið niðri frá tímum Kalda
stríðsins.40
Þannig fléttast viðhorf stjórnvalda á Norðurlöndum til Rúss-
lands inn í umræðuna um loftrýmisgæslu. Innan allra landanna er
vel fylgst með æfingaflugi Rússa og raunar almennt með gangi
mála í landinu. Danir hafa minnstar áhyggjur af Rússum og er það
í samræmi við þá stefnu að engin bein hernaðarleg ógn steðji að
Danmörku. Svíar, Norðmenn (sem eiga 200 km landamæri að
Rússlandi) og Finnar halda hins vegar enn í svæðisbundnar varnir
og þá oftast með vísan til nágrannans í austri. Varnarmálaráðherra
Finna komst þannig að orði í ræðu í Washington árið 2007 að
Finnland, og raunar heimurinn allur, stæði aðeins frammi fyrir
þremur ógnum og þær væru: Rússland, Rússland og Rússland.41
Innan Finnlands er nálægðin við Rússa jafnframt notuð bæði sem
rök með og á móti aðild að NATO. Þeir sem eru fylgjandi líta á
NATO sem öryggistryggingu gagnvart Rússlandi, en þeir sem eru
mótfallnir aðild líta svo á að Rússum gæti gramist það ef Finnar
stigju þetta skref.42
40 Ein af flugleiðunum liggur í gegnum íslenska loftvarnarsvæðið, annaðhvort
framhjá Islandi eða í kringum það. Þetta flug er ekki ólöglegt þar sem ekki er
farið inn í sjálfa lofthelgina en hún nær um 12 mílur frá landi (Halla Gunnars-
dóttir 2009). Samkvæmt upplýsingum frá Varnarmálastofnun hafa Rússar flogið
24 sinnum í nágrenni við ísland síðustu tvö ár.
41 Hákámies 2007.
42 Viðtal við finnska embættismenn, 4. febrúar 2009 og viðtal við Teiju Tiilika-
inen, prófessor við Háskólann í Helsinki, 2. febrúar 2009.