Skírnir - 01.10.2009, Page 180
434
HALLA GUNNARSDÓTTIR
SKÍRNIR
Stríðið við Georgíu árið 2008 ýtti undir þau sjónarmið að af
Rússum stafi bein hernaðarleg ógn. Því er ljóst að þótt vægi rúss-
neskrar óvinaímyndar hafi minnkað mjög í umræðum um varnar-
mál er hún enn til staðar og notuð til réttlætingar frekari áherslu á
svæðisbundnar varnir með skírskotun í orðræðu Kalda stríðsins.
Meginhlutverk erlendra herja sem sinna loftrýmisgæslu á Islandi
er einmitt slíkur „kaldastríðsleikur“ en hann gengur út á að fljúga
til móts við rússnesku sprengjuvélarnar ef þær koma inn á svæðið
sem ísland fylgist með. Æfingaflug Rússa er löglegt, enda á
alþjóðlegu flugsvæði, en ljóst er að með því vilja þeir minna á sig
sem stórveldi.43 Deila má um hvort taka eigi þátt í þeim leik en
meðalið ber að vissu leyti ætlaðan tilgang, sem má heyra á tali og
skrifum stjórnmálamanna og öryggismálasérfræðinga á Norður-
löndum um að Rússar séu að „að ögra“ og „færa sig upp á skaftið“.
Hvað sem Rússum gengur til þá mætir „táknræn“ viðvera er-
lendra herja á íslandi engri beinni varnarþörf. Ef nauðsynlegt er
að fljúga á móti rússnesku sprengjuvélunum hlýtur það að vera
nauðsynlegt alltaf þegar þær koma, ekki aðeins þegar erlendur her
er á staðnum.44 Því hefur heldur ekki verið svarað hvernig eigi að
bregðast við ef Rússar ákveða raunverulega „að færa sig upp á
skaftið“, til dæmis með því að fljúga inn í íslenska lofthelgi sem
þeir hafa aldrei gert. Danir sinntu loftrýmisgæslu á Islandi í mars
2009, en þar hefur ekki verið rætt hvert sé raunverulegt hlutverk
þeirra sem erlends hers á íslandi ef atvik á borð við það sem nefnt
er hér að framan kæmi upp. Hans Christian Thoning, formaður
varnarmálanefndar danska þingsins, segir að færi svo þyrfti að
fljúga á móti Rússunum og hrekja þá í burtu. „Það á að virða loft-
helgi og ef það er ekki gert þá fer það í venjubundinn farveg. Ef
þeir koma inn í lofthelgi og neita að fara þá þarf auðvitað að hrekja
43 Valur Ingimundarson 2009.
44 Þegar franski herinn sinnti loftrýmisgæslu á Islandi, fyrstur erlendra herja eftir
að bandaríski herinn fór af landi brott, gátu herþotur þeirra ekki fylgt eftir
rússnesku björnunum sem komu inn á svæðið sem ísland hefur eftirlit með.
Ástæðan var einfaldlega sú að frönsku þoturnar urðu bensínlausar, þótt utan-
ríkisráðuneytið hafi reynt að klæða það í þann búning að þær hefðu ekki haft
„flugþol" til (Sjá Staksteinar: Að vera í hættu, eða ekki í hættu 2008).