Skírnir - 01.10.2009, Page 181
SKÍRNIR NORRÆNT ÖRYGGIS- OG VARNARSAMSTARF 435
þá á brott.“ Nánar spurður um hvað þetta þýðir segir Thoning að
ráðast þyrfti á Rússa. Hins vegar er alls óvíst hver tæki slíka
ákvörðun: Islendingar, Danir eða NATO. Thoning segir NATO
munu taka ákvörðunina, en ljóst er að það gæti orðið mjög flókið,
bæði gagnvart Islendingum og Dönum.45 Draga má í efa þau orð
Thonings að NATO tæki ákvörðunina og fullyrða má að íslensk
stjórnvöld vildu í krafti fullveldissjónarmiða hafa úrslitaáhrif um
það hvernig og hvort brugðist yrði við með hætti sem leiða kynni
til stríðs.
Af þessu er ljóst að loftrýmisgæsla þjónar takmörkuðu hlut-
verki og enginn veit hvernig á að bregðast við ef hernaðarleg ógn
steðjar að íslandi. Þá má nefna að Bandaríkjamenn, sem enn bera
ábyrgð á vörnum landsins, mátu svo að óþarft væri að halda hér
úti loftrýmisgæslu, þvert á yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda um
mikilvægi „fælingarmáttarins“. Þótt Bandaríkjamenn hafi síðar
stutt loftrýmisgæslu NATO á Islandi er ljóst að það sjónarmið
hefur ekkert með beinar varnir að gera. Þannig komu skýr skila-
boð frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu um að herþotur, eins
og þær sem voru hér á landi, hefðu ekki á nokkurn hátt getað
komið í veg fyrir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum 11. sept-
ember 2001.46
Þótt loftrýmisgæsla yfir Islandi hvíli á veikum grunni breytir
það því ekki að með henni skapast verkefni fyrir flugheri. Þess
vegna lítur til dæmis sænski herinn mögulega þátttöku í loftrýmis-
gæslu yfir íslandi jákvæðum augum.47 Þeirrar jákvæðni gætir hins
vegar ekki eins mikið í stjórnkerfinu og sem dæmi má nefna að
45 Viðtal við Hans Christian Thoning, formann varnarmálanefndar danska þings-
ins, 26. maí 2009; viðtal við danskan stjórnmálamann, 26. maí 2009 og viðtal við
danska embættismenn, 27. maí 2009. Sambærilegar klípur hafa verið ræddar
innan NATO, til dæmis hvernig ætti að bregðast við ef hryðjuverkamenn her-
tækju ítalska flugvél og flygju henni yfir Þýskaland í átt að Danmörku. Erfitt
hefur reynst að komast að niðurstöðu varðandi hvaða stjórnvöld ættu að taka
ákvörðun um hvort beita ætti vopnavaldi. Um borð f vélinni væru Italir,
Þjóðverjar gætu slasast eða dáið ef vélin yrði skotin niður yfir Þýskalandi og
Danmörk væri líklegt skotmark.
46 Valur Ingimundarson 2008: 15-16.
47 Viðtal við fræðimann í Svíþjóð, 13. mars 2009 og viðtal við embættismann í
sænska hernum, 12. mars 2009.